Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 209
209háttalykill enn forni
Árið 1658 var eitt margra ára um þessar mundir þegar stríð
geisaði milli Dana og Svía og lokuðu hinir síðarnefndu siglinga-
leiðinni til Hafnar og hertóku hvert það skip sem stefndi þangað.
Svo var um það skip sem Jón sigldi með, að það var hernumið og
stefnt til hafnar í Gautaborg. Þar hafa skipverjar og farþegar að sjálf-
sögðu verið yfirheyrðir og rannsakaðir, en það er ævintýrasögn sem
ævisöguritarar hafa haft fyrir satt að sá sem yfirheyrði Jón hafi fyrir
duttlunga örlaganna verið Per Brahe riksdrots, dróttseti eins og Páll
E. Ólason kallar hann.12 Per Brahe var reyndar um þessar mundir
yfirmaður sænska hersins sem stríddi við Dani og því alls ekki loku
fyrir það skotið að hann hafi sjálfur yfirheyrt Jón. Hann hefur þá
langsennilegast verið á höttum eftir Íslendingi, helst stúdent sem
gæti orðið að gagni við handritalestur.
Kapphlaup Svía og Dana um glæsta fortíð var um þetta leyti
næstum á byrjunarreit. Engar útgáfur voru hafnar að marki, en
þjóðirnar stóðu misvel að vígi. Danir áttu Saxa málspaka og nutu að
sumu leyti góðs af íslenskum stúdentum í Höfn, þótt ekki væru
margir. Læknirinn Ole Worm hafði eignast lærða vini á Íslandi, m.a.
Brynjólf Sveinsson og Arngrím Jónsson lærða, og að honum og
kóngi söfnuðust handrit sem ekki eiga sinn líka. Góðvinur Brynj-
ólfs var líka Stephan Stephanius sem varð rektor í Sorø (sem Fjölnis-
skírnir
sonar og Saga ÍslendingaV sem og Ævir lærðra mannaHannesar Þorsteinssonar
byggjast næstum einvörðungu á sænsku frásögnunum eftir að ættfræðinni
sleppir.
12 Páll Eggert Ólason 1942–1952 III: 251. Um Per Brahe yngra (1602–1680) má lesa
í hverju því riti sem fjallar um stórveldisöld Svía, hina seytjándu. Hann var einn
voldugasti maður ríkisins, helst að jafna við Axel Oxenstierna, og sjálfur mun
hann hafa sagt einhverju sinni að kóngurinn einn væri valdameiri, en vafalaust var
Brahe auðugastur einstaklinga. Söguritari sænska aðalsins kemst svo að orði að
„Hans förmögenhet var av en omfattning, som kan beskrivas som gränslös“ (von
Konow 2005: 147). En Per Brahe var ekki bara auðugur af því sem mölur og ryð
fá grandað, hann var hámenntaður húmanisti og þess sér m.a. stað í trivialskól-
anum (þrívegsskólanum) sem hann stofnaði í Visingseyju í stöðuvatninu Vätt ern
árið 1636, og var einn fyrsti sinnar tegundar sem jafnt var ætlaður stúlkum og
piltum. Skólahaldið kostaði Brahe sjálfur enda stofnaði hann skólann í andstöðu
við kirkjuyfirvöld sem töldu nær að efna í barnaskóla, sbr. Ribberfalk 1995: 7–
8. Þegar Per Brahe var greifi yfir Finnlandi, stofnaði hann m.a. háskólann í Åbo,
sem seinna var fluttur til Helsingfors og varð Helsingforsháskóli. Åbo akademi,
sem nú starfar, var endurreist í minningu Brahe.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 209