Saga - 2008, Blaðsíða 18
ur verður ekki síður að rýna í innlendar heimildir til að geta rakið
klofningssöguna réttilega.
Héðinn grípur til sinna ráða
Klofningssagan hófst fyrir alvöru eftir alþingiskosningar sumarið
1937. Héðinn Valdimarsson, helsti leiðtogi og fyrrverandi formaður
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varaforseti Alþýðusam bands -
ins, beitti sér þá fyrir því að félagið samþykkti að hvetja til tafar-
lausrar sameiningar Alþýðuflokksins og Kommúnista flokks ins. Al -
þýðu sambandið var á þessum tíma hvort tveggja í senn, stjórn -
málaflokkur, sem bar heitið Alþýðuflokkur inn, og lands sam tök verka -
lýðsfélaganna. Héðinn Valdimarsson, kraftmesti verka lýðs leiðtogi
jafnaðarmanna, hafði orðið fyrir áfalli í alþingis kosn ingunum þá um
sumarið, en það mátti rekja til samþykkta Alþýðu sambandsþings
1936. Þá hafði náðst sátt um það með hægri og vinstri armi sam-
bandsins að hafna „eindregið í eitt skipti fyrir öll“ öllum samfylking-
artilboðum Kommúnistaflokksins. Jafnframt hafði verið sam þykkt,
að ósk vinstri armsins, að Alþýðuflokkurinn sliti stjórnarsamstarfi við
framsóknarmenn ef þeir samþykktu ekki sérstaka starfsskrá í
atvinnumálum til að vinna gegn kreppu og atvinnuleysi. Umdeildust
voru ákvæði um að taka Kveldúlf, stærsta útgerðarfélag landsins, til
gjaldþrotaskipta og hefja ríkisrekstur á togurum. Framsóknarmenn
höfðu neitað að verða við þessum kröf um og hafði það leitt til
alþingis kosninga ári áður en kjörtímabili „Stjórnar hinna vinnandi
stétta“ lauk. Héðinn Valdi marsson hafði gengið manna harðast fram
í því að fylgja eftir kröfum Alþýðu flokksins, en formaðurinn, Jón
Baldvinsson, forseti Alþýðusam bands ins, hafði í raun viljað sættast á
málamiðlunarlausn fram sóknarmanna. Jón og nánustu samstarfs-
menn hans í hægri armi flokksins töldu að Héðinn og vinstri armur-
inn hefðu farið offari og óttuðust afleiðingarnar.2
Í alþingiskosningunum 1937 hafði Alþýðuflokkurinn síðan
tapað atkvæðum, einkum í Reykjavík, kjördæmi Héðins. Þar höfðu
þór whitehead18
2 Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands 1936 (Reykjavík 1936), bls. 112–118. —
Héðinn Valdimarsson, Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann (Reykjavík
1938), bls. 64–102. — Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar Stefáns Jóhanns
Stefánssonar I (Reykjavík 1966), bls. 143–144. — Einar Olgeirsson, Kraftaverk
einnar kynslóðar, Jón Guðnason skráði (Reykjavík 1983), bls. 335–338. —
Valdimar Unnar Valdimarsson, Alþýðuflokkurinn og stjórn hinna vinnandi stétta
1934–1938 (Reykjavík 1984), bls. 27–46.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 18