Saga - 2008, Blaðsíða 73
menningarlegan hálfkæring Hallgríms að hann sagði verkið gert
samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um list tuttugustu og
fyrstu aldarinnar: „Þeir eru mjög harðir á því að hafa þetta einfalt
og einlægt „Simple et sincère“. Ekkert konsept, engin falin skilaboð
og alls engin íronía … Verkin eiga ekki bara að vera góð heldur líka
góð í sér. Þetta er í raun bara gamla góða Júrómálverkið.“42
Eitt af sérkennum íslenskrar menningar er hin mikla áhersla
sem lögð er á bókmenntir og ritmálið43 og hafa fjölmargir mynd-
listarmenn tekist á við tungumálið og bókmenntirnar sem ímynd
menningararfsins í verkum sínum. Daníel Magnússon (f. 1959) er
einn þeirra sem hafa gert goðsöguna um bókmenntaþjóðina og
sögueyjuna að umfjöllunarefni, hvort tveggja hugtök sem Íslend-
ingar nota gjarnan til að skilgreina sjálfa sig út á við. Daníel vísar til
þess þegar farið er með þjóðhöfðingja sem sækja landið heim og
„þeim sýnd gömul skinnhandrit“, einhverjar mestu gersemar
menningarsögunnar. „Þótt Íslendingar hreyki sér af því að þeir geti
lesið forna texta frá 12. öld, þá gerir það enginn nema hann vinni á
Árnastofnun.“44 Ósættanleiki tungumáls og myndmáls var við -
fangs efni verksins Thjodlegt.is sem sýnir stækkaða póstkortaljós-
mynd frá Þingvöllum með ofangreindum texta. Í öðrum verkum
byggir Daníel á textum með þekktum málvillum og ambögum í
íslensku máli („Mér hlakkar til“) sem þrykktir eru á ljósmyndir af
íslenskri jörð, gjarnan staði sem skipa mikilvægan þjóðernislegan
sess í hugum manna eða sýna landfræðileg sérkenni á borð við
þúfna karga.45
Það kann að vera að íslenskir myndlistarmenn séu með Ísland á
heilanum, en í samræmi við útþenslu myndlistarrýmisins inn á
nánast öll svið mannlegs lífs undanfarna áratugi má fullyrða að
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 73
42 DV (Lífið eftir vinnu), 19. maí 2000, bls. 9.
43 Víða er vikið að tungumálinu í ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis, einnig í
öðru samhengi en lesandi á að venjast, samanber eftirfarandi: „Þeir þættir
sem byggja upp einkenni þjóðar eru meðal annars aðgerðir ríkisstjórnar,
menningin, vörur og þjónusta ásamt tungumálinu“ (bls. 12).
44 Viðtal. Höfundur við Daníel Magnússon árið 2004.
45 Ímyndarnefnd forsætisráðuneytis veltir m.a. fyrir sér hvernig hægt sé að
nota orðspor söguþjóðar í markaðssetningu þjóðarímyndar. Eitt af því sem
lagt er til að „söguþjóðin“ taki sér fyrir hendur, til að skapa jákvæða ímynd
meðal þjóða heimsins, er „að útrýma ólæsi í heiminum, ein þjóð á ári“. Ímynd
Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 39. Í heiminum eru 781 milljón manna
ólæsir.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 73