Saga - 2008, Blaðsíða 190
bókar á 13. öld; þeir haldast m.a. sem dómssögur og umsýslusvæði
um landeignir í Jónsbók.23
Það er einnig ljóst að fjórðungsmönnum hefur verið í lófa lagið
sem eigendum almenninga að skipta þeim á milli sín, þar sem þess
var talin þörf, í svokallaða afrétti. Í Grágás og Jónsbók er afréttur
skilgreindur svo: „Það er afréttur er tveir menn eiga saman eða
fleiri, hversu mikið land sem hver þeirra á í.“24 Samkvæmt Grágás
og Jónsbók hefur því almenningur verið í sameign allra fjórðungs-
manna, þ.e. landeigenda eða lögbýla innan fjórðungs, en afréttur
verið í sameign tiltekinna landeigenda eða lögbýla innan fjórðungs.
Þetta skýrir til fullnustu stöðu og legu afrétta í Sunnlendinga fjórð -
ungi. Bæði í Grágás og Jónsbók eru almenningar og afréttir gjarna
spyrtir saman enda er um að ræða land sem verið hefur í sameign
margra manna og fylgt ákveðnum jörðum innan fjórðungs. Í
ákvæðum Grágásar um að telja fé í afrétt eru eigendur afréttar
kallaðir landeigendur.25 Það er í fullu samræmi við ákvæði Grá -
gásar um að hver maður eigi gróður á sínu landi.26 Það sýnir líka
að mönnum hefur verið heimilt að ráðstafa eign sinni og greina
hana í það sem ofan á landi er og landið sjálft, sbr. skógarítök, skóg-
artóft, beitarítök, reka o.s.frv., enda mörg forn dæmi varðveitt um
slíkt í frásögnum og skjölum. Slíkur ítakaréttur hefur ekki falið í sér
eign á landi heldur afnotaeign og hafa menn hér á landi hugsað líkt
í lögum og búrekstri og menn gerðu í nágrannalöndunum á mið -
öldum, um dominium directum, beina eign, og dominium utile, af -
nota eign, enda samfélagsgerðin ekki ósvipuð.27
sveinbjörn rafnsson190
23 Jónsbók, bls. 14 (Þingf. 9. kap.), 32–33 (Þegnsk. 2. kap.), 90 (Kvennag. 14. kap.),
97 (Kvennag. 19. kap.) og 156 (Llb. 28. kap.). Í Sveinbjörn Rafnsson, Studier i
Landnámabók, bls. 177 nm. er því haldið fram að fjórðungarnir hafi verið
afnumdir með falli þjóðveldisins. Það fær ekki staðist í ljósi ákvæða
Jónsbókar. Einungis fjórðungsdómar voru afnumdir með tilkomu lögbók-
anna.
24 Jónsbók, bls. 177 (Llb. 46. kap.). Grágás II, 479. Grágás Ib, 120.
25 Grágás Ib, 114. Grágás II, 488.
26 Grágás Ib, 223. Grágás Ib, 94 og 98. Grágás II, 471.
27 Landeign virðist vera talin forsenda hvers konar afnotaréttar (t.d. ítaka,
veiði, reka o.s.frv.). Fræðimenn tala stundum um skiptan eða klofinn eignar-
rétt í þessu sambandi (geteiltes Eigentum, domaine divisé, kløyvd eigedomsrett)
og hefur hann tíðkast víða í löndum Evrópu á miðöldum, einnig hér á landi.
Glöggt sést til svona ítakaréttar í elstu íslensku skjölum, t.d. í Reykjaholts -
máldaga, og Grágás og lögbækurnar gera ráð fyrir honum. Í þessu var fólg-
in stigveldishugsun; afnotaréttur var óæðri landeign og leiddur af landeign.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 190