Saga - 2008, Blaðsíða 131
svartan bakgrunn). Guðbergur getur því ekki talist könnunarmynd.
Þrátt fyrir fjölda viðtala er um að ræða nokkuð hefðbundna
skýringarmynd vegna þess að ásamt rödd skáldsins lifir rödd
almættisins í henni góðu lífi, enda tilgangur viðtalanna fyrst og
fremst að skýra (og mæra) hæfileika og mikilvægi viðfangsefnisins,
líkt og raunar má einnig segja um Ljós heimsins. Þetta birtist með
enn skýrari hætti í myndum um látna einstaklinga, t.d. kraftlyft-
ingamanninn Jón Pál Sigmarsson í Þetta er ekkert mál (2006, Stein -
grímur Jón Þórðarson) og listakonuna Rósku (2005, Ásthildur Kjart -
ans dóttir). Báðar myndirnar búa yfir sterkri sögumannsrödd, þar
sem miðlað er einhliða og upphafinni sýn á viðfangsefnið. Urmull
viðtala breytir þar engu um, þar sem viðmælendur mæla allir einni
röddu (t.a.m. er engin tilraun gerð til að grafast fyrir um sannleiks-
gildi þeirra frétta sem tengdu lát Jóns Páls neyslu ólöglegra lyfja og
ekki einu sinni leitað til sérfræðings sem gæti mögulega varpað
ljósi á andlát hans). Svo mjög eru form beggja mynda bundin
hefðbundnu ævisöguyfirliti að kvikmyndagerðarmennirnir hafa
fundið sig tilknúna, ítrekað í Þetta er ekkert mál, að sviðsetja senur úr
ævi viðfangsefnanna líkt og um gamlar upptökur væri að ræða.
Allar eiga þessar heimildamyndir það svo reyndar sameiginlegt að
nýta sér gamalt og nýtt kvikmyndaefni, sem og oft gamlar ljós-
myndir, auk frétta úr dagblöðum. Hvað þetta varðar eiga lífs -
hlaups myndirnar ýmislegt sameiginlegt með sögulegum heimilda-
myndum, þótt fortíðinni sé fyrst og fremst ætlað að útskýra við -
fangsefnið í núinu.
Nokkrar myndir í þessum flokki búa þó yfir ákveðinni sérstöðu.
Í skóm drekans (2002, Hrönn Sveinsdóttir og Árni Sveinsson) er eina
hreinræktaða afhjúpunarmyndin (exposé) sem gerð hefur verið hér-
lendis — form sem er betur þekkt sem reyfarakennt fréttaefni í
sjónvarpsþáttunum „Kompás“. Í henni afhjúpar kvikmyndagerðar -
maðurinn og aðalpersónan Hrönn Sveinsdóttir fegurðarsamkeppn-
ina „Ungfrú Ísland.is“ sem í engu frábrugðna hefðbundnum feg-
urðarsamkeppnum, þrátt fyrir loforð skipuleggjenda keppninnar
um breytta kvenímynd, en Hrönn afhjúpar reyndar einnig sjálfa sig
um leið þegar hún dregst tilfinningalega inn í keppnina þegar líður
á myndina. Hér er heldur ekki að finna hinn hefðbundna aðskilnað
kvikmyndagerðarmanns og viðfangsefnis, þar sem Hrönn, vinir
hennar og fjölskylda sinna báðum hlutverkum, og vel má greina
hvernig þátttaka í keppninni og gerð myndarinnar hrærir upp í lífi
þeirra. Hvað þetta varðar er Í skóm drekans gagnvirk mynd — sam-
einsleit endurreisn 131
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 131