Saga


Saga - 2008, Blaðsíða 241

Saga - 2008, Blaðsíða 241
vegs manna um að sambandið kostaði rannsóknir sérfræðings við Laga - stofnun Háskólans á „reglum um fiskveiðistjórn og réttarstöðu þátttakenda í stjórnkerfum fiskveiða“ (bls. 5). Þessi forsenda bókarskrifanna er ekki eins sjálfsögð. Í formála er þess enda getið að fram hafi komið „gagnrýnisradd- ir um slíkt fyrirkomulag“ og höfundurinn hafi sætt „ýmsum persónulegum ákúrum“ þótt fræðileg skrif hans hafi ekki verið dregin í efa (bls. 3). Vissulega vekja tengsl LÍÚ og HÍ spurningar, jafnvel tortryggni. Varð kannski til einhvers konar Lagastofnun íslenskra útvegsmanna? Auðvitað hafa spurningar um samband verktaka og verkkaupa við bókarskrif áður vaknað og auk þess er vel þekkt í háskólum landsins að fyrirtæki og stofn- anir kosti stöður. Álitamál af þessu tagi munu alltaf koma upp. Vonin hlýtur að vera sú að sífellt fleiri verktakar geti styrkt stöðu sína gagnvart verkkaupa, sem vill ráða of miklu um verkið, með því að segja að þannig vinnubrögð þekkist vart lengur. Dómur um hvert verk fyrir sig hlýtur einnig að byggjast á því sjálfu og Helgi Áss Grétarsson verður ekki sakaður um að vera málpípa LÍÚ. Réttar - sögurannsókn hans er vel unnin en hitt er annað mál að vilji menn semja heildstæða úttekt á kostum og göllum kvótakerfisins dugar ekki að beita aðeins hinu hefðbundna sjónarhorni réttarsögunnar, þar sem mest áhersla er lögð á setningu laga, túlkun þeirra og framkvæmd. Rannsókn á kvóta- kerfinu er allt eins verkefni mannfræðinga, félagsfræðinga, stjórnmálafræð - inga, sagnfræðinga og sjávarlíffræðinga. Helgi Áss ýjar einmitt að þessu og viðurkennir „að reynslan á Íslandi undanfarna tvo áratugi af stjórn fisk- veiða hafi verið sú að skipting tekna og eigna í samfélaginu í heild og í fámennum sjávarbyggðum hafi orðið að pólitísku bitbeini“ (bls. 27). Ritið skiptist í átta meginkafla, þar með talið inngang og tvo lokakafla sem eru „hugleiðingar“ eða niðurstöður. Á eftir innganginum er í 2. kafla fjallað á greinargóðan hátt um helstu hugtök sem máli skipta við stjórn fisk- veiða. Í 3. og 4. kafla eru raktar fiskveiðireglur allt frá landnámi til ársins 1976. Mjög gott er að fá hér á einum stað yfirlit af þessu tagi. Skynsamlegt er að hafa hér einnig samantekt um landhelgismál, þótt stutt sé, en því mið - ur er hér endurtekinn einn lífseigasti misskilningurinn í þeirri sögu, þ.e. að samningur Bretlands og Danmerkur frá 1901 um þriggja mílna landhelgi við Ísland hafi gilt til 50 ára (bls. 42). Engin tímamörk voru í þeim samn- ingi. Í 5. kafla er fjallað um stjórn fiskveiða á Íslandi frá 1976, þegar Ísland vann lokasigur í baráttu við erlend ríki um yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið, til 1983. Við lok þess tímabils mátti öllum vera ljóst að þótt útlendingarnir væru nær alveg horfnir á braut höfðu þær reglur og hömlur sem stjórnvöld höfðu sett á veiðarnar hvorki dugað til að byggja upp fiskstofna við landið né til að stöðva offjárfestingu í sjávarútvegi. Um þetta fjallar Helgi Áss á sannfærandi hátt þannig að vart verður um deilt (sjá t.d. umfjöllun hans um skrapdagakerfið á bls. 100–101 og samantekt um „gullgrafarastemningu“ og íslenska „drauminn“ á bls. 113). ritdómar 241 Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.