Saga - 2008, Blaðsíða 138
teknir til umfjöllunar í þessum flokki: íbúðarhúsnæði (hverfi,
íbúða blokkir, raðhús og jafnvel einbýlishús), vinnustaðir, mennta-
og uppeldisstofnanir, spítalar og hjúkrunarheimili, dreifbýlið í
heild sinni — eða allir þeir staðir þar sem þorri almennings ver
daglegu lífi sínu.
Tónlist
Þótt samtímalegar áherslur ráði ferðinni fremur en sögulegar þegar
kemur að efnisvali nýlegra íslenskra heimildamynda, rata aðeins
ákveðin viðfangsefni úr samtímanum á hvíta tjaldið og þá á
kostnað annarra. Sérstaka athygli vekur vægi tónlistar sem
efniviðar og hefur hún algera sérstöðu þegar kemur að umfjöllun
um íslenska menningu og listsköpun.20 Mikill fjöldi tónlistarmynda
kallar á að um þær sé fjallað sérstaklega, þótt vel hefði mátt flokka
myndir um ákveðna tónlistarmenn, t.d. Bubba Morthens, með
myndum um þjóðþekkta einstaklinga. Slíkt er þó vart gerlegt þegar
um hljómsveit er að ræða, hvað þá heila tónlistarstefnu eða hrein-
lega sögu íslenskrar tónlistar allt aftur til landnámsaldar.
Metnaðarfyllsta tónlistarmyndin er án efa Screaming Masterpiece
(2005, Ari Alexander Ergis Magnússon), sem hefur raunar nokkra
sérstöðu meðal nýlegra heimildamynda því að hún er gerð með
erlenda markaði í huga. Um er að ræða skýringarmynd þar sem
miðlað er einni allsherjar skýringu á grósku íslenskrar samtímatón-
listar og umfjöllunin studd viðtölum, upptökum af hljómleikum,
senum úr miðbæ Reykjavíkur og landslagsskotum. Þessu fjöl-
breytta efni er fagmannlega skeytt saman, en eitthvað er undarlegt
við söguskoðun Screaming Masterpiece. Í stað þess að innlendar tón-
listarhreyfingar eins og rokk, pönk og rapp séu greindar í ljósi
nokkuð augljósra erlendra áhrifa eru þær raktar beinustu leið aftur
til landnámsaldar og náttúru landsins — gróskan þökkuð sjálfstæði
þjóðarinnar þá og nú.21
björn ægir norðfjörð138
20 Sérstaka athygli vekur hversu lítið er fjallað um aðra listsköpun en tónlist í
íslenskum heimildamyndum, en auk myndanna um Rósku og Guðberg
Bergsson mætti helst tína til kvikmyndina Steypu (2007, Markús Þór Andrés -
son og Ragnheiður Gestsdóttir) sem gerir íslenskri samtímalist nokkuð ítar-
leg skil. Rétt er þó að nefna að eftir að lokið hafði verið við þessa grein var
frumsýnd mynd um listamanninn Dieter Roth, Dieter Roth Puzzle (2008,
Hilmar Oddsson).
21 Söguskoðun Screaming Masterpiece er því í takt við þá söguskoðun sem finna
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 138