Saga - 2008, Blaðsíða 65
tímum og vann verk sín á grundvelli þess. Verkið, sem er hand-
prjónaður lopafáni í sauðarlitunum, eftirlíking af íslenska þjóðfánan-
um, nefndi hann Þjóðarþel. Stærð, formi og reitaskiptingu í kross-
mynstri íslenska fánans er fylgt eftir í hvívetna í prjónlesinu, nema
hvað „náttúrulitunum“ þremur, bláum, rauðum og hvítum, hefur
verið skipt út fyrir jafnmarga brún- og grátóna sauðarlitanna sem
verða í meðförum myndlistarmannsins táknmynd alls hins þjóðleg-
asta sem Íslendingar hafa alið með sér í tímans rás.29 Lopa fánaverkið
vitnar um sérstæða kald hæðni og kímni gagnvart því sem flestum
þjóðum er dýrmætt tákn sameiningar og sjálfstæðis á alþjóðavett-
vangi og segja má að Birgir Andrésson hafi þar verið kominn langa
vegu frá brautryðjanda íslenska landslagsmálverksins, Þórarni B. Þor -
láks syni, sem skipaður var í fánanefndina árið 1913 sem sérfræð ingur
í litgreiningu Íslands.30 Þegar horft er til þess að íslensku fánalitirnir
eru jafnframt litir fjölmargra annarra þjóðfána, meðal annars þess
bandaríska, breska og franska, þá fær bæði hversdagsleiki náttúrulit-
anna og litleysi lopafánanna aðra og dýpri merkingu.31
Rökrétt framhald á útþenslu menningarheimsveldis hinnar ís -
ímynd íslands, sagan, menningararfurinn 65
Ólöf Nordal: Stick´em upp (Upp með hendur), 2003.
29 Það var þó tæplega hægt að segja að fáninn hafi blakt í feneysku sumarmoll-
unni heldur hékk hann niður, þungur, moldarlitaður og heimalningslegur.
30 Þegar lagður var grunnur að íslenska þjóðfánanum og velja skyldi táknræna
liti og mynstur fyrir hann (blár grunnur, rauður og hvítur kross í samræmi
við þjóðfána annarra norrænna þjóða), þá þótti við hæfi að í forsvari fána-
nefndar árið 1913 sæti maður sem vit hefði á litum íslenskrar náttúru. Fyrir
valinu varð „faðir“ íslenskrar landslagslistar, málari bláa litarins, Þórarinn B.
Þorláksson. Blái liturinn hefur jafnan verið talinn þjóðernislegasti litur
íslenskrar listasögu með vísan til landslagsmálverksins. Minnst er á bláa lit-
inn í Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna, bls. 23.
31 Í hugum Frakka standa litirnir þrír fyrir hugsjónir byltingarmanna; frelsi,
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 65