Saga - 2008, Blaðsíða 181
mistök í þessum efnum, því við blasir ásetningurinn að segja ann -
að en satt getur verið. Segja verður sannleikann um slíkar heim-
ildir um for tíð ina og niðurstaðan er óhjákvæmileg: Land náma bók
er falsrit.
Svona niðurstaða er ekki öllum að skapi, það er ljóst. Hún er þó
fengin með viðteknum rökvísum gagnrýnisreglum sagnfræðilegra
aðferða og það er því til lítils að líta á hana sem einhvers konar
hneykslanleg helgispjöll. Með þessu er svarað, að vísu aðeins að
hluta til, spurningunni sem varpað var fram í byrjun um hvað
Landnámabók sé.
Hvað gekk mönnum til með Landnámabók?
Með þessari niðurstöðu vaknar önnur og ekki síður mikilvæg
spurning samkvæmt hefðbundnum gagnrýnisreglum sagnfræð -
inn ar. Hvað gekk mönnum til um 1100 með riti eins og Land -
námabók? Einhverjar ástæður hljóta menn að hafa haft til að ráðast
í svo víðfeðmt og viðamikið verk. Til að nálgast fullnægjandi svar
við þessari spurningu þarf að greina efni Landnámabókar, það er
að segja það efni hennar sem með nokkurri vissu má telja upp-
runalegt og að hafi verið í henni frá upphafi.
Eins og áður er getið er Landnámabók eins konar skýrsla eða
skrá yfir landnámsmenn og landnám þeirra. Stundum fylgja svo-
litlar upplýsingar um landnámsmanninn sem nefndur er hverju
sinni, um uppruna hans og ætt, en alls ekki alltaf. Mörk land -
námanna sem getið er eru alls ekki alltaf skýr. Til er varðveittur eft-
irmáli Landnámabókar úr einni gerð hennar, Melabók, sem ber um
margt fornleg einkenni. Þessi eftirmáli hefur fylgt Landnámu að
minnsta kosti frá því snemma á 13. öld, en til þess benda Egils saga
og Ólafs sögur Tryggvasonar. Vel getur verið að hann hafi fylgt
henni frá upphafi. Í eftirmálanum koma fram ritunarástæður Land -
náma bókar (causa scribendi) eins og ég hef bent á. Eftirmálinn hljóð -
ar svo:
Það er margra manna mál að það sé óskyldur fróðleikur að rita
landnám. En vér þykjumst heldur svara kunna útlendum
mönnum, þá er þeir bregða oss því, að vér séum komnir af þræl-
um eða illmennum, ef vér vitum víst vorar kynferðir sannar.
Svo og þeim mönnum er vita vilja forn fræði, eða rekja ætt-
artölur, að taka heldur að upphafi til, en höggvast í mitt mál,
hvað er landnámabók? 181
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 181