Saga - 2008, Blaðsíða 238
ild ljósmyndin er, á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Í því sambandi segir
hún m.a.: „Ljósmyndir hafa þó ekki einungis heimildagildi um það sem
var, heldur búa þær yfir fagurfræðilegum eiginleikum og ríkulegu tákn-
máli. Þær gegna fjölbreyttu persónulegu, pólitísku, félagslegu og sögulegu
hlutverki allt eftir því í hvaða samhengi þær eru birtar og hvernig horft er
á þær“ (bls. 9).
Þessi fyrirheit um greinandi efnistök eru sannarlega fögur og spenn-
andi, en það má aftur á móti deila um það hve djúpt Æsa sökkvir sér síðan
í slíka greiningu í köflunum sem á eftir koma. Í því sambandi reikar hug-
urinn að hinni frábæru mynd Ingimundar Magnússonar af síldarstúlkun-
um (bls. 163), sem sumir hafa jafnvel kallað hin íslensku kyntákn, saman-
ber orð Egils Helgasonar í bókmenntaþættinum Kiljunni (RÚV 16. apríl
2008). Án efa hefði verið fróðlegt að sjá hvernig Æsa myndi greina og túlka
þá mynd, það sem í henni felst og það sem hún stendur fyrir. Þó má einnig
velta því fyrir sér hvort það sé ekki réttlætanlegt að láta lesandanum sjálf-
um eftir að skynja og skilja ljósmyndirnar, án of mikillar leiðbeiningar eða
túlkunar höfundar. Og vissulega fá ljósmyndirnar að njóta sín í verkinu og
ber myndavalið vitni um yfirgripsmikla þekkingu höfundar á þessu sviði
og næma tilfinningu fyrir efniviðnum.
Augljóslega verður ekki komist hjá því að fjalla um ljósmyndir, tákn-
mál þeirra og miðlun, nema í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað annars
vegar á sviði ljósmyndatöku á Íslandi og hins vegar á sviði prentunar og
blaðaútgáfu. Vissulega er sú saga fléttuð inn í frásögn Æsu. Hún rekur
upphaf atvinnuljósmyndunar hér á landi, sem iðulega er kennt við Sigfús
Eymundsson, og fjallar um erlenda ljósmyndara sem komu til landsins, t.d.
Tempest Anderson og Daniel Bruun. Þá varpar hún ljósi á þátt Péturs
Brynjólfssonar og Magnúsar Ólafssonar, og ekki síst Lofts Guðmunds -
sonar, svo nokkrir séu nefndir í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Að sama
skapi koma ýmis íslensk tímarit við sögu hjá Æsu, t.a.m. Fjallkonan, Fálkinn
og Skinfaxi, að ógleymdri Samvinnunni, sem öll höfðu mótandi áhrif á
viðhorf og tísku landsmanna.
Sagan sem Æsa rekur í bókinni er áhugaverð og vel fram sett. Hún gerir
skilmerkilega grein fyrir hugmyndum manna hér á landi og erlendis um
þjóðlegan myndheim, en einnig þjóðlega sjálfsmynd Íslendinga og hvernig
þjóðfrelsisbaráttan hafði áhrif á klæðaburð hér á landi. Hún greinir frá upp-
hafi íslenska þjóðbúningsins og hvernig kvenbúningurinn verður nokkurs
konar „birtingarform og viðfangsefni pólitískrar vakningar“ (bls. 34) um
miðja 19. öld. Hún segir frá þróun skautbúningsins, kyrtilsins svokallaða
og peysufata. Jafnframt rekur hún sögu almennrar tísku hér á landi, ef svo
má að orði komast, sem að mestu var undir áhrifum frá Danmörku og
Bretlandi. Þótt umfjöllun um kventísku sé fyrirferðarmikil, þá liggur saga
karlmannaklæða ekki óbætt hjá garði. Æsa fjallar um hugmyndir manna
um þjóðlegan karlmannsbúning, sem náði í raun ekki að skjóta hér rótum,
sem og litklæði í anda fornsagna. Þess í stað má e.t.v. segja að það hafi verið
ritdómar238
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 238