Saga


Saga - 2008, Side 238

Saga - 2008, Side 238
ild ljósmyndin er, á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Í því sambandi segir hún m.a.: „Ljósmyndir hafa þó ekki einungis heimildagildi um það sem var, heldur búa þær yfir fagurfræðilegum eiginleikum og ríkulegu tákn- máli. Þær gegna fjölbreyttu persónulegu, pólitísku, félagslegu og sögulegu hlutverki allt eftir því í hvaða samhengi þær eru birtar og hvernig horft er á þær“ (bls. 9). Þessi fyrirheit um greinandi efnistök eru sannarlega fögur og spenn- andi, en það má aftur á móti deila um það hve djúpt Æsa sökkvir sér síðan í slíka greiningu í köflunum sem á eftir koma. Í því sambandi reikar hug- urinn að hinni frábæru mynd Ingimundar Magnússonar af síldarstúlkun- um (bls. 163), sem sumir hafa jafnvel kallað hin íslensku kyntákn, saman- ber orð Egils Helgasonar í bókmenntaþættinum Kiljunni (RÚV 16. apríl 2008). Án efa hefði verið fróðlegt að sjá hvernig Æsa myndi greina og túlka þá mynd, það sem í henni felst og það sem hún stendur fyrir. Þó má einnig velta því fyrir sér hvort það sé ekki réttlætanlegt að láta lesandanum sjálf- um eftir að skynja og skilja ljósmyndirnar, án of mikillar leiðbeiningar eða túlkunar höfundar. Og vissulega fá ljósmyndirnar að njóta sín í verkinu og ber myndavalið vitni um yfirgripsmikla þekkingu höfundar á þessu sviði og næma tilfinningu fyrir efniviðnum. Augljóslega verður ekki komist hjá því að fjalla um ljósmyndir, tákn- mál þeirra og miðlun, nema í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað annars vegar á sviði ljósmyndatöku á Íslandi og hins vegar á sviði prentunar og blaðaútgáfu. Vissulega er sú saga fléttuð inn í frásögn Æsu. Hún rekur upphaf atvinnuljósmyndunar hér á landi, sem iðulega er kennt við Sigfús Eymundsson, og fjallar um erlenda ljósmyndara sem komu til landsins, t.d. Tempest Anderson og Daniel Bruun. Þá varpar hún ljósi á þátt Péturs Brynjólfssonar og Magnúsar Ólafssonar, og ekki síst Lofts Guðmunds - sonar, svo nokkrir séu nefndir í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Að sama skapi koma ýmis íslensk tímarit við sögu hjá Æsu, t.a.m. Fjallkonan, Fálkinn og Skinfaxi, að ógleymdri Samvinnunni, sem öll höfðu mótandi áhrif á viðhorf og tísku landsmanna. Sagan sem Æsa rekur í bókinni er áhugaverð og vel fram sett. Hún gerir skilmerkilega grein fyrir hugmyndum manna hér á landi og erlendis um þjóðlegan myndheim, en einnig þjóðlega sjálfsmynd Íslendinga og hvernig þjóðfrelsisbaráttan hafði áhrif á klæðaburð hér á landi. Hún greinir frá upp- hafi íslenska þjóðbúningsins og hvernig kvenbúningurinn verður nokkurs konar „birtingarform og viðfangsefni pólitískrar vakningar“ (bls. 34) um miðja 19. öld. Hún segir frá þróun skautbúningsins, kyrtilsins svokallaða og peysufata. Jafnframt rekur hún sögu almennrar tísku hér á landi, ef svo má að orði komast, sem að mestu var undir áhrifum frá Danmörku og Bretlandi. Þótt umfjöllun um kventísku sé fyrirferðarmikil, þá liggur saga karlmannaklæða ekki óbætt hjá garði. Æsa fjallar um hugmyndir manna um þjóðlegan karlmannsbúning, sem náði í raun ekki að skjóta hér rótum, sem og litklæði í anda fornsagna. Þess í stað má e.t.v. segja að það hafi verið ritdómar238 Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 238
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.