Saga - 2008, Blaðsíða 129
hvernig það er gert, og í þessu tilviki er þetta tilfinningaþrungna
andartak gert að dramatískum hápunkti Lalla Johns með því að
spinna það eftir stílbrögðum leikinna mynda.
Kvikmyndin Lalli Johns er fjarri því að hafa einhverja sérstöðu
hvað þetta varðar, enda má telja það til einkenna á nýlegum
íslenskum heimildamyndum hversu viðbragðsfljótir tökumenn eru
á súmm-takkanum þegar viðmælendur bresta í grát. Kvikmyndin
Mótmælandi Íslands (2003, Jón Karl Helgason og Þóra Fjeldsted) er
einkar áhugaverð í þessu samhengi, en þar er í bland við myndefni,
sem rekur eldri viðburði úr ævi Helga Hóseassonar, að finna upp-
tökur af honum úr samtímanum í anda könnunarmyndarinnar.
Almennt einkennast í Mótmælanda Íslands samskipti kvikmynda-
gerðarmanna og viðfangsefnis einnig af hófsemi þrátt fyrir þá
miklu nánd sem finna má í samtímasenum myndarinnar. Ekki er
dregin dul á spurningar er lúta að geðheilsu Helga og vitnað í
gamla skýrslu þess efnis — sem hann seldi raunar sjálfur á sínum
tíma í ljósritum í miðbæ Reykjavíkur. Þó er að finna í myndinni
senu sem segja mætti að endurspegli oft tvíbent viðhorf kvik-
myndagerðarmanna í íslenskum könnunarmyndum. Eftir að Helgi
hefur lokið við að finna til mat handa eiginkonu sinni, Jóhönnu
Jakobsdóttur, rúmliggjandi sjúklingi, sem er sjálf ekki viðfangsefni
myndarinnar að öðru leyti en því að varpa ljósi á eiginmann sinn,
fylgir myndavélin honum eftir að herbergi hennar en ekki lengra.
Þó er ekki slökkt á vélinni heldur er myndað frá dyragættinni, en
þaðan glittir í Jóhönnu í fjarlægð og vel má heyra erfiðleika hennar
við að borða matinn sem Helgi hefur fært henni. Með því að nema
staðar við dyragættina er látið í veðri vaka að kvikmyndagerðar-
mennirnir virði ákveðin mörk að því er varðar einkalíf hjónanna,
eða a.m.k. friðhelgi Jóhönnu, á sama tíma og þau eru hunsuð af
hnýsnu augnaráði myndavélarinnar sem gægist inn um dyragætt-
ina.
Eins minnir form og uppbygging senunnar með viðbrögðum
Helga við andláti Jóhönnu talsvert á senuna þar sem Lalli syrgir
móður sína. Hún hefst á því að myndavélin skimar eftir leiði og
síðan upp eftir hvítum krossi, sem reynist vera kross Jóhönnu.
Síðan er klippt yfir á Helga þar sem að hann lýsir andláti hennar og
aðdraganda þess; fyrst er hann allur í mynd en síðar frá maga og
upp. Þá er skipt aftur yfir á leiðið þar sem það er myndað í fjórum
skotum frá dramatískum sjónarhornum, því síðasta af krossinum
séðum bakatil sem þar að auki er sýnt hægt. Helgi birtist svo aftur
einsleit endurreisn 129
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 129