Saga - 2008, Blaðsíða 35
hunsað sáttavilja alþjóðasambandsins með því að ganga ekki nægj-
anlega langt til móts við Alþýðuflokkinn.
Þorsteini Péturssyni, fyrrum frammámanni í Kommúnista -
flokkn um, varð minnisstæður munurinn á framgöngu foringja
sinna í viðræðunum við Alþýðuflokkinn. Brynjólfur hefði komið
sér mjög á óvart með því að virðast mun liprari og samningsfúsari
við Alþýðuflokksmenn en Einar Olgeirsson. Í hörðum stefnudeil-
um í KFÍ 1932–1934 hafði Þorsteinn fylgt Einari og fóstbróður hans,
Stefáni Pjeturssyni, að málum gegn Brynjólfi. Þeir þremenningar
höfðu viljað víkja nokkuð frá einstrengingslegri réttlínu Komin -
terns gagnvart jafnaðarmönnum, en Einar reyndar aldrei gengið
jafnlangt í því efni og Stefán. Moskvuvaldið hafði tekið hart á þess-
ari kórvillu og tryggt að „réttlínumenn“ yrðu ofan á í flokknum,
þótt það kostaði brottrekstur allmarga félaga. Einar Olgeirsson
hafði forðast að ganga á nokkurn hátt gegn alþjóðasambandinu
eftir að það skarst í leikinn og Brynjólfur gætt þess að hlífa honum
fyrir atlögum öfgafyllstu réttlínumanna, sem sótt höfðu leyniskóla
í Moskvu. Á meðan beindi Brynjólfur brandi sínum gegn Stefáni
Pjeturssyni, með þeim afleiðingum að Komintern kvaddi Stefán í
eins konar endurhæfingu í Moskvu. Þaðan slapp hann naumlega
frá því að verða ofsóknum Stalíns að bráð.41 Á tímabili tóku
Moskvulærðir réttlínumenn öll völd í Kommúnistaflokknum og
ávítuðu Brynjólf Bjarnason fyrir „sáttfýsi við tækifærisstefnuna“,
og sér í lagi Einar Olgeirsson.42 Einar svaraði áminningu fram -
kvæmda stjórnar svo: „Ég hlíti flokksaganum og mun ekki berjast
gegn brottrekstri Stefán Pjeturssonar, heldur verja hann, þótt ég sé
sannfærður um að hann sé rangur, en áskil mér hins vegar réttinn
til að fá að leggja skoðanir mínar … fyrir Komintern.“43 Allt er þetta
til merkis um hve fjarstæðukennd sú hugmynd er að Íslandsdeild
Kominterns hafi slitið sig frá móðursamtökum sínum fáeinum
árum síðar undir forystu Einars Olgeirssonar.
eftir skilyrðum kominterns 35
41 Viðtal. Höfundur við Þorstein Pétursson, 14. nóv. 1979. — Viðtal. Höfundur
við Stefán Pjetursson, 6. júní 1979. — Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á
Íslandi, bls. 84–93. — Arnór Hannibalsson, Moskvulínan. Kommúnistaflokkur
Íslands og Komintern, Halldór Laxness og Sovétríkin (Reykjavík 1999), bls.
93–101, 125–142. — Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 75–77.
42 Lbs.-Hbs. Einar Olgeirsson. Bréfa- og skjalasafn. Lbs 15. — Bolsjevikkinn.
Tímarit Kommúnistaflokks Íslands I: 1 (apríl 1934). — „Frá fundi pólitísku
nefndar K.F.I.,“ Verklýðsblaðið 12. mars 1934, bls. 1 –2.
43 Sama safn. Ódagsett skjal undirritað af Einari Olgeirssyni.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 35