Saga - 2008, Blaðsíða 130
og nú allur frá hlið og síðan í nærmynd þar sem hann lýsir eigin-
konu sinni undir lokin og loks í ýktri nærmynd, frá munni til
augna, þegar hann ræðir samskipti þeirra grátandi. Senunni lýkur
svo eins og hún byrjaði, með reyfarakenndu skoti af leiðinu í hægri
sýningu.
Það er kannski vert að árétta að ekki er verið að gagnrýna að
fjallað skuli um og sýnd sorgarviðbrögð persóna í myndunum,
heldur hvernig það er gert. Ef manneskja samþykkir slíka birtingu
að athuguðu máli og er vel fær um að taka slíka ákvörðun er
auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að mynda og sýna slíkt efni —
flóknari er hins vegar staða látinnar manneskju sem getur ekki sjálf
tekið afstöðu til lýsinga á ástandi sínu stuttu fyrir andlátið. Slíkt
efni verður því að nálgast af varfærni og varast reyfarakennda
dram atíseringu, en öll uppbygging senunnar þar sem klippt er á
milli Helga og skota af leiðinu er aftur á móti í anda frásagn-
armeðala Hollywood-drama. Slík framsetning er varla viðeigandi í
heimildamynd þar sem miðlað er afar persónulegu og tilfinn-
ingaþrungnu andartaki í lífi raunverulegrar manneskju.
Auðvitað eru ekki til algildar reglur um hvernig beri að með -
höndla viðfangsefni heimildamynda og leikstjórar jafnt sem áhorf-
endur verða að gera slíkt upp við sig. Af umræddum senum má þó
ljóst vera að mjög persónulegum og tilfinningaþrungnum andar-
tökum hefur verið umbreytt í gott bíó; dramatísk ris í frásagnar-
byggingu, hugvitssamlegar klippingar og fjölbreytt skot kallast á
við melódrama of bestu (eða verstu) gerð. Þyki þetta sjálfsögð rétt-
indi heimildamyndagerðarmanna virðist gegna öðru máli þegar
gerðar eru myndir um góðborgara þessa lands — þá eykst fjar-
lægðin á milli myndavélarinnar og viðfangsefnisins og hnýsnin
virðist gufa upp. Kvikmyndin um Vigdísi Finnbogadóttur, Ljós
heimsins (2001, Ragnar Halldórsson), býr t.a.m. einnig yfir mörgum
helstu eiginleikum könnunarmynda, þar sem að forsetanum fyrr-
verandi er fylgt eftir innanlands sem utan — Kaupmannahöfn,
París, Ísrael, Palestína og Tókýó. Í þau fáu skipti sem skyggnst er
inn í líf Vigdísar utan vinnutíma er nándin ekki nærri eins mikil og
í Lalla Johns eða Mótmælanda Íslands — það stendur enginn á gægj-
um við svefnherbergi forsetans fyrrverandi.
Guðbergi Bergssyni er líka fylgt eftir heima og heiman í Guð -
bergi (2002, Þorgeir Gunnarsson), en þar er nándin jafnvel enn
minni þar sem umhverfið er fyrst og fremst litríkur bakgrunnur
viðtala við skáldið (á meðan aðrir viðmælendur mega sætta sig við
björn ægir norðfjörð130
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 130