Saga - 2008, Blaðsíða 231
SAGA BISKUPSSTÓLANNA. SKÁLHOLT 950 ÁRA — 2006 —
HÓLAR 900 ÁRA. Aðalritstjóri: Gunnar Kristjánsson. Ritstjóri: Óskar
Guðmundsson. Hólar. Reykjavík, 2006. 864 bls. Myndir, atriðisorða -
skrá, nafnaskrá, staðarnafnaskrá, biskupatal og erkibiskupa, páfatal,
ábótatal og abbadísa á Íslandi.
Eftir á undrast ég að mér skyldi vera leyft að fara með Sögu biskupsstólanna
í handfarangri í millilandaflug í sumar. Hún er ríflega 7 sentímetra þykk í
harðspjöldum og 1,8 kg þung, og mætti líklega yfirbuga flugáhöfn með
henni í góðu færi. Þykkt bókarinnar er raunar meiri en efnismagnið krefst;
1.260 blaðsíðna orðabók á borðinu hjá mér reynist tveimur sentímetrum
þynnri. Bókin hefur verið prentuð á óþarflega þykkan pappír. Þar á ofan er
hún að mínum smekk í helst til litlu broti miðað við þykkt og verður því
nokkuð mikill hlunkur. En hér skiptir auðvitað mestu hvað stendur innan
spjalda bókarinnar.
Á eftir hóflega löngum inngangi aðalritstjóra kemur 223 blaðsíðna lang-
ur bókarhluti sem ber titilinn „Biskupsstóll í Skálholti“ og er eftir Guðrúnu
Ásu Grímsdóttur. Hér á lesandi von á söguyfirliti en fær það ekki. Fyrst er
rúmlega níu blaðsíðna langur inngangur en síðan biskupatal Skálholts, á 37
blaðsíðum, sums staðar skrifað í símskeytastíl eins og höfundur bíði þess
með óþreyju að komast á enda (bls. 35): „Oft í förum milli Noregs og Ís -
lands. Konungsvinur, hollur kirkjulögum og Niðarósserkibiskupi.“
Afgangurinn af bókarhluta Guðrúnar Ásu er fróðleikssamtíningur um
biskupsstólinn og störf biskups, þar af líklega meira en helmingur frá bisk-
upsárum Brynjólfs Sveinssonar um miðbik 17. aldar. Tvennt er þar fyrir-
ferðarmest. Annars vegar eru jarðeignir, jarðaleiga og útgerð stólsins, sem
taka 55 blaðsíður, hins vegar vísitasíur biskups sem er sagt frá á 72 blaðsíð -
um. Sum önnur mikilvæg starfsemi er hins vegar gersamlega sniðgengin.
Um námsefni í Skálholtsskóla er til dæmis þetta eitt (bls. 165): „Í dómskól-
anum eða latínuskólanum í Skálholti var megináhersla á latínunám og
voru piltar látnir hafa yfir bænir og syngja á latínu.“
Sjaldan er nokkuð tekið saman í heildir eða leitt til niðurstöðu. Til
dæmis eru birt í heilu lagi tvö löng ráðsmannsbréf frá 17. öld (bls. 102–113).
Þar kemur margt fram um skyldur ráðsmanna og þar með starfsemi stóls-
ins, og margt af því er að sjálfsögðu í báðum bréfunum. En úr þessu efni er
ekkert unnið. Á bls. 153–160 er samfelld upptalning á húsum og innan-
R ITDÓMAR
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 231