Saga - 2008, Blaðsíða 74
hugtakið „Ísland“ sem ímynd hins þjóðlega sjálfs hafi mörg andlit
í heimi myndlistarinnar. Lítum á nokkur fleiri dæmi af handahófi
úr myndasafni hins séríslenska myndlistarveruleika í upphafi 21.
aldar:46
Magnús Sigurðarson (f. 1966) sendi fyrir nokkrum misserum
frauðplaststorm inn í náttúruljóðrænu og lognkyrru íslenskra lands-
lagsmálverka á sýningunni Stormur í Gallerí Hlemmi; við fangsefni
Þorvalds Þorsteinssonar (f. 1960), með gjörningi sem hófst í land-
kynningarbás í útlöndum og endaði í túristaferð þýsks pars á Ís -
landi, var ímyndin, draumurinn og veruleikinn Ísland; fjölmenn-
ingarsamfélagið birtist í hnotskurn í vídeóverki Jóníar Jóns dóttur
(f. 1972) þar sem hún fléttaði saman íslenska þjóðsöngnum og
japönsku brúðuleikhúsi; Olga Bergmann (f. 1967) spyr áleitinna
spurninga um það hvernig vísindin breyta náttúrunni, í verkum
sem virðast blanda saman erfðavísindum og goðsagnakenndum
verum, og íslenskur heimilisiðnaður fékk nýja merkingu með
Landa bruggsamstæðu, sem var framlag Ásmundar Ásmundssonar
(f. 1971) á sýningunni Fullveldið í fjórtánda veldi.
Íslensk fyndni
Sú hugmynd að list skuli vera skemmtileg er fullkomlega í anda
boðskapar SÚM-hóps sjöunda áratugarins, sem gaf lítið fyrir
hátíðleika íslenskrar listar fram að þeim tíma en vann fjölmörg verk
undir formerkjum kímni og kaldhæðni. Áhuga á ýmiss konar þjóð -
legri sérvisku og skringilegheitum má einnig rekja aftur til SÚM -
ara. Sem dæmi má nefna verðmerkta sláturkeppi á einkasýningu
Kristjáns Guðmundssonar (f. 1941) í Gallerí SÚM árið 1970 sem
hann kallaði skúlptúra. Erlendir listspekúlantar tala líka gjarnan
um sérstaka kímnigáfu í íslenskri samtímamyndlist, „íslenskan
húmor“. Þar mun einkum átt við svart sjálfhæðið skopskyn sem
beinist að hluta til gegn alvöru listarinnar sjálfrar, að listhefðinni,
að nokkru leyti gegn eigin tilvistarskilyrðum (hinu þjóðlega) og að
auður a. ólafsdóttir74
46 Hvað tækni, miðla og aðferðir snertir vinna íslenskir myndlistarmenn á
svipuðum slóðum og starfsfélagar þeirra víðast annars staðar í heiminum.
Um það vitna verk af ýmsum toga: vídeóverk, þrívíddarverk, ljósmyndir,
gjörningar, umhverfisverk, innsetningar, tvívíddarverk, tölvugerð málverk
og hljóðverk. Á 21. öld hafa margir ungir samtímalistamenn fengið mikinn
áhuga á möguleikum kvikmyndaformsins og einnig á tónlist, samanber
fjölda sýninga í ætt við margmiðlunarsýningar.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 74