Saga - 2008, Blaðsíða 29
Brynjólfur Bjarnason lagði áherslu á það við Komintern að sam-
eining við jafnaðarmenn gæti verið eftirsóknarverð, vegna þess að
Kommúnistaflokknum hefði reynst erfitt að afla sér nýrra félaga.28
Orð Brynjólfs eru merkileg heimild um markmið kommúnista og
þann vanda sem þeir töldu sig standa frammi fyrir í flokksstarfinu
þrátt fyrir velgengni í kosningum. Íslandsdeild Kominterns hafði
aldrei verið ætlað að vera eiginlegur fjöldaflokkur frekar en fyrir-
myndinni, Bolsévíkaflokki Leníns, en til þess að geta náð bylting-
artakmarki sínu þurfti KFÍ fleiri liðsmenn.29 Eins og Einar
Olgeirsson staðfesti síðar við Komintern, höfðu kommúnistar ekki
einungis í huga að sameiningarflokkurinn gæfi þeim færi á að
sveigja jafnaðarmenn til fylgis við byltingarstefnu sína. Þeir höfðu
ekki síður í huga að laða að sér menn úr eigin kjósendahópi sem
reynst höfðu ófúsir til að stíga það stóra skref að ganga í deild
heimsbyltingarsamtaka.30
eftir skilyrðum kominterns 29
lögum Héðins Valdimarssonar er að afnema Dagsbrún“, Þjóðviljinn 15. des.
1936, bls. 3.
28 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Bericht über die Lage in Island und die Aufgaben der
Partei, 16. ágúst 1937.
29 Brynjólfur Bjarnason, „Skipulagsmál verkalýðsins“, Réttur XV: 4 (1930), bls.
236–352.
30 Lbs.-Hbs. 5228 4to a-b. Einar Olgeirsson [til Kominterns], 21. ágúst 1938.
Samanburður á félagafjölda í KFÍ og kjörfylgi sýnir þá vaxtarmöguleika sem
kommúnistar eygðu með breiðari flokksgrundvelli. Tölur um félagafjöldann
eru að vísu ónákvæmar, því þær byggjast að öllum líkindum á uppskrift í
bók af spjaldskrá KFÍ 1930–1938, alls 868 nöfn í 18 deildum. Sumir félaganna
hurfu úr flokknum. (Lbs.-Hbs. 16 NF - KFÍ: Félagatal, Kjartan Ólafsson tók
saman.) Félagar í Reykjavíkurdeild KFÍ voru um 400 undir lokin, 1938, að
sögn Kristins E. Andréssonar, þ.e. tæplega hundrað færri en skráðir eru í
bókina. Fullyrt er að í Sósíalistafélag Reykjavíkur hafi gengið um 1.000
manns 1938 og alls hafi félagar í Sósíalistaflokknum verið um 2.300 í ársbyrj-
un 1939, þar af um 195 á Akureyri og 181 í Vestmannaeyjum. (Lbs.-Hbs. 5228
4to a-b. Bericht des Genossen Andresson über die Lage in Island, 16. apríl
1940. — Einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar, bls. 371.)
STAÐUR FÉLAGAR Í KFÍ SKV. BÓK ATKVÆÐI Í KOSNINGUM
Reykjavík 510 2742 (alþingiskosningar 1937)
Ísafjörður 11 69 (alþingiskosningar 1934)
Siglufjörður 60 224 (bæjarstjórnarkosningar 1934)
Akureyri 48 639 (alþingiskosningar 1937)
Seyðisfjörður 2 27 (alþingiskosningar 1934)
Vestmannaeyjar 101 489 (alþingiskosningar 1937)
Hafnarfjörður 17 31 (alþingiskosningar 1934)
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:37 Page 29