Saga - 2008, Blaðsíða 233
Séra Kristján Valur Ingólfsson skrifar um helgihald á biskupsstólunum.
Ekki finnst mér honum vera lagið að miðla efni sínu til fáfróðs almennings.
Frásögnin er óskipuleg og efnisatriðum fylgt óreglulega eftir og stundum
alls ekki, stundum eru efnisatriði endurtekin. Á bls. 432 segir að á 5. og 6.
öld hafi tekið að draga úr altarisgöngum en í byrjun 13. aldar hafi verið
settar reglur um að hver maður gengi til altaris á páskum. Á bls. 436 kemur
fram að þessi regla hafi verið samþykkt á kirkjuþingi 1215. Ekki er minnst
á annað en að söfnuðurinn hafi neytt bæði víns og brauðs við altarissakra-
menti, og hefur þá verið gert betur við Íslendinga en Bæheimsbúa á dögum
siðaskiptahreyfingar Hússíta. Á bls. 441 segir að ekki sé „ástæða til að ætla
að helgihaldið í dómkirkjunum … hafi verið með öðrum hætti en í klaustr-
unum …“ Þar er líklega gripið til texta úr öðru samhengi því ekki hefur
verið drepið á hvernig helgihald var í klaustrum, enda ekki viðfangsefni
bókarinnar. Rétt á eftir er að vísu sagt að Benedikt frá Núrsíu hafi skipulagt
daglega tíðagjörð, en ekki er einu sinni tekið fram að hann hafi tengst neinu
klaustri. Á bls. 443 segir að söfnuðurinn hafi staðið í kirkjunum og engin
sæti verið í almenningsrými þeirra, en hvergi kemur fram hve lengi þetta
tíðkaðist og hvenær bekkir komu í kirkjur. Varla eða ekki er minnst á pred -
ikunina eða að staða hennar í guðsþjónustu hafi tekið neinum breytingum
við siðaskipti. Sumt er hér óskiljanlegt leikmönnum eins og það er sett
fram, til dæmis (bls. 450): „Hin konunglega ákvörðun, að Vorrarfrúarkirkja
í Kaupmannahöfn skyldi vera móðurkirkja um messuhald í öllu hinu danska
ríki, tók ekki gildi á Íslandi fyrr en með breytingu messunnar í Sálma bókinni
frá 1801.“
Í grein Björns Teitssonar um jarðeignir Hólastóls er efnið loks tekið föst-
um og faglegum tökum. Gerð er skýr og nákvæm grein fyrir hve miklar
jarðeignir stóllinn átti frá því fyrst er vitað og uns jarðirnar voru seldar upp
úr aldamótunum 1800. En höfundur fer ekki út fyrir efni sitt og greinin
kemur því miður ekki að fullu gagni af því að rannsókn Björns er hvergi
sett í samhengi við aðra sögu stólsins, hvað þá sögu stólanna sameiginlega.
Jón Viðar Sigurðsson skrifar um samskipti íslensku biskupanna við
útlenda yfirboðara sína „á öldum áður“. Hér er ágætt yfirlit yfir afskipti
erki bisk upa af íslensku kirkjunni fram á 14. öld og nokkuð til siðaskipta,
aðallega reist á eldri rannsóknum. Í upphafi segir höfundur (bls. 491) að
efninu verði gerð best skil með því að „beina sjónum að réttindabaráttu
kirkjunnar og því hvernig samspili biskupanna við erlenda yfirmenn kirkj-
unnar var háttað … Af þeim sökum verður áhersla lögð á tímabilið til um
1350.“ Það er skaði því að þetta efni er vel þekkt fram um 1300 en miklu
síður eftir það. Hefði ennþá fremur verið ástæða til að segja frá samskipt-
um biskupa við hinn nýja yfirboðara sinn eftir siðaskipti, Danakonung.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir skrifar um kirkjuordinansíu Kristjáns kon-
ungs þriðja, þá sem lögbauð siðaskipti til lútherstrúar. Þetta er prýðilega
skrifað yfirlit og margt fróðlegt í því. Þó þykir mér Vilborg jafnan gera helst
til mikið úr fátækraframfærslu kaþólsku kirkjunnar í samanburði við aðra
ritdómar 233
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 233