Saga - 2008, Blaðsíða 242
Komið er að kvótakerfinu sjálfu í 6. kafla. Þar er tilurð þess og saga
rakin til ársins 1990. Í kaflanum eru lög og reglugerðir um veiðiheimildir
tíunduð allnákvæmlega og er mikill fengur að því yfirliti. Regluverkið var
(og er) mjög viðamikið og eins og Helgi Áss bendir á urðu ákvæði um
veiðiheimildir stundum „einstaklega torskilin og flókin“ og „[n]ær úti -
lokað“ að sjá á hvaða grundvelli skip fengu sitt aflamark og sóknarmark
(sjá t.d. umfjöllun um veiðiheimildir í úthafsrækju 1988, bls. 157–159).
Reglurn ar voru reyndar ekki alltaf eins illskiljanlegar og í þessu tilfelli en
nógu flóknar þó. Ákvæði reglugerða eru ekki heldur alltaf skýrð til hlítar
og Helgi Áss rak sig á það að skriflegar heimildir um úthlutunarreglur í út -
hafs rækju eru vandfundnar (bls. 161). Þetta er gott dæmi um það hvað
hlutir geta fallið fljótt í gleymskunnar dá.
Helgi Áss fjallar nokkuð um þá gagnrýni á kvótakerfið, sem heyrðist
strax í upphafi, að duglegir sjómenn og skipstjórar fengju ekki að njóta sín
heldur skyldi sóknin ráðast af því hvað menn hefðu mikinn kvóta, en sú
umfjöllun er þó ekki löng. Þannig er fróðlegar tilvitnanir í þingmenn og
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra og formann LÍÚ, aðeins að finna
neðanmáls en ekki í meginmáli (bls. 168). Kannski er þetta til marks um þá
viðleitni Helga Áss að rekja fyrst og fremst staðreyndir í yfirlitsköflum
sínum. Þessi afstaða er í sjálfu sér ágæt en getur leitt til þess að hann verði
afskap lega varkár í eigin ályktunum, jafnvel um of. Í samantekt hans og
ályktunum um kvótakerfið 1984–1990 segir t.d.: „Hin almenna ályktun
kann því að vera sú að veruleg frávik frá skýrum og einföldum meginreglum
um stjórn fiskveiða kunni að draga úr líkum að markmið náist um sjálfbæra
og hagkvæma nýtingu … Framkvæmd kvótakerfis í fiskveiðum árin 1984–
1990 er að einhverju leyti til þess fallin að styrkja þessa ályktun“ (bls. 188;
skáletranir mínar).
Hið hefðbundna (og þrönga) sjónarhorn réttarsögunnar, að leggja mesta
áherslu á lög og reglugerðir, þýðir líka að Helgi Áss fjallar lítið sem ekkert
um þróun stjórnmála á tímabilinu. Auðvitað á upplýstur lesandi að hafa á
hreinu hverjir sátu í ríkisstjórn hverju sinni, en þessi nálgun Helga Áss
veldur því að greining hans er að mestu í þolmynd frekar en germynd.
Hlutir gerast frekar en að fólk breyti og ákveði. Þannig bendir hann á að
„[t]illögur um að koma ákvæði um þjóðareign í lögin árin 1984 og 1985
voru felldar en árið 1988 var kveðið á um að fiskstofnar á Íslandsmiðum
væru sameign íslensku þjóðarinnar“ (bls. 123). Hvernig stóð á þessari
breyt ingu? Helgi Áss svarar því að nokkru leyti síðar; ein ástæðan hafi
verið sú að „[e]instök byggðarlög gátu átt erfitt með að afla sér atvinnu-
tækja og tóla þegar greiða þurfti fyrir veiðileyfi og veiðiheimildir“ (bls.
187). En skipti nýr þingmeirihluti og ríkisstjórn ekki líka máli?
Síðustu tveir kaflar bókarinnar, „Almennar hugleiðingar um stjórn fisk-
veiða“ og „Hugleiðingar um stjórn fiskveiða og stjórnskipun Íslands“, eru
fróðlegir. Helgi Áss ræðir þar m.a. eignarréttarlega stöðu aflaheimilda
(enda hefur hann tekið þátt í rökræðum um hana á opinberum vettvangi)
ritdómar242
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 242