Saga - 2008, Blaðsíða 119
og viðfangsefnis, eru tengsl kvikmynda og áhorfenda hér í brenni-
depli. Almennur þekkingarfræðilegur vafi einkennir sjálfhverfu
myndina þar sem trúin á gagnrýna fjarlægð, hlutleysi kvikmynda-
gerðarmannsins og raunveruleika/sannleika myndefnisins er ekki
lengur til staðar. Sjálfhverfar myndir minna stundum á fræðitexta
sem fjalla um eiginleika og form heimildamynda.6
Þótt Nichols geri ekki upp á milli þessara fjögurra gerða má
vera nokkuð ljóst að honum þykir mest til sjálfhverfu myndarinnar
koma. Kemur þar ekki aðeins til oft margslunginn texti slíkra
mynda heldur einnig fagurfræðileg róttækni þeirra, því að sú rót-
tækni á sér samsvörun á hinu samfélagslega sviði. Að mati Nichols
getur róttækni í formi heimildamyndar boðið heim nýrri sýn á það
samfélag sem hún er sprottin úr. Meðvitund um form leiðir til sam-
félagsmeðvitundar: „Það sem er, þarf ekki að vera.“7
Okkur til glöggvunar á kerfi Nichols gæti stutt yfirlit yfir sögu
heimildamyndarinnar, með framangreinda flokkun að leiðarljósi,
einsleit endurreisn 119
6 Í bók sinni kallar Nichols þessar fjórar gerðir „modes“ (expository mode, observa-
tional mode, interactive mode og reflexive mode) sem verður ekki svo auðveldlega
þýtt. Nichols segir gerðirnar áþekkar kvikmyndagreinum frásagnarmynda,
t.d. hryllingsmynd, vestra eða gamanmynd, en að skilgreiningar þeirra bygg-
ist ekki á ímynduðum heimum heldur ólíkum leiðum í framsetningu sögu-
legra viðfangsefna. Átt er við form en ekki efni. Í námskeiði sem ég kenndi um
sögu og form heimildamynda við Háskóla Íslands vorið 2008 ræddum við um
mögulegar þýðingar á „mode“ og þótti okkur einna helst koma til greina
aðferð, gerð, leið og nálgun. Það varð þó úr að við notuðum „mynd“, sem
getur vissulega líka staðið fyrir „mode“, á þeirri forsendu að það félli betur að
íslensku máli en héldi jafnframt skýringargildi sínu. Rétt er þó að nefna að
stundum getur verið hjálplegt að grípa til hinna þýðinganna, enda nota ég
t.a.m. „gerð“ oft í þessari grein, en þá ætti alltaf að vera ljóst af samhenginu við
hvað er átt. Þakka ég nemendum þessa aðstoð við þýðingarnar og áhuga-
verðar umræður um heimildamyndaformið. — Rétt er að nefna að þessi flokk-
un Nichols á rætur að rekja til greinar sem hann skrifaði árið 1983, „Rödd
heimildarmynda“, og hefur birst í íslenskri þýðingu Sigurjóns Baldurs Haf -
steins sonar mannfræðings. Þar talaði Nichols um form fjögurra radda: bein
ávörp/guðleg rödd, sannleiksmyndin, viðtalsmiðaðar kvikmyndir og sjálf-
hverfar heimildamyndir. Ólíkar þýðingar stafa fyrst og fremst af breytingum
sem Nichols gerði í bókinni Representing Reality og skiptir þar mestu að í henni
ræðir hann um ólíkar gerðir í stað radda, enda má í nýja kerfinu t.a.m. finna
viðtöl í öllum gerðunum fjórum fremur en að þau séu einkenni sérstakrar
raddar. Sjá eldri greinina í: Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson
(Reykjavík 2003), bls. 191–206.
7 Bill Nichols, Representing Reality, bls. 67.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 119