Saga - 2008, Blaðsíða 118
mynd — og verður sú aðgreining höfð að leiðarljósi í þessari grein.5
Um er að ræða sögulega túlkun þar sem hver ný gerð þróast að ein-
hverju leyti sem svar við annmörkum þeirrar fyrri. Sú nýja leysir þó
ekki þá eldri af hólmi heldur verður hrein og klár viðbót í flóru
heimildamyndaformsins — og sannarlega geta einstaka myndir
einnig búið yfir eiginleikum fleiri en einnar gerðar:
Skýringarmyndin, sem er jafnframt elsta gerðin, hefur það að
markmiði að útskýra fyrir áhorfendum ákveðið afmarkað viðfangs-
efni. Oftar en ekki er beitt svokallaðri „rödd guðs“ eða sögu-
mannsrödd sem útskýrir það sem fyrir augu ber í myndmálinu. Séu
viðtöl notuð á annað borð styðja þau fyrst og fremst við hina
almennu útskýringu myndarinnar, hvort sem beitt er rödd guðs
eður ei, og eru þannig ekki málsvarar ólíkra sjónarhorna. Sögulegar
heimildamyndir falla oftar en ekki undir þennan flokk þótt vissu-
lega geti verið á því undantekningar.
Aðferð könnunarmyndarinnar hefur stundum verið líkt við sjón-
arhorn flugu á vegg. Kvikmyndagerðarfólkið reynir að láta eins
lítið fyrir sér fara og hafa eins lítil áhrif og mögulegt er á viðfangs-
efni sitt og myndar einfaldlega það sem fyrir augu ber. Af þeim
sökum eru leikarar, sviðsmynd, sögumannsrödd, viðbætt hljóð og
jafnvel tónlist talin óviðeigandi. Þess í stað er lögð áhersla á sam-
ræmi í mynd og hljóði (sem er tekið upp samtímis), langar tökur og
raunverulegt rými. Eins og gefur að skilja eru umfjöllunarefni
könnunarmynda allajafna samtímaleg fremur en söguleg.
Í gagnvirku myndinni eru tengsl og samskipti kvik mynda gerðar -
mannsins og viðfangsefnisins í brennidepli. Kvikmynda gerðar -
fólkið getur vel haft áhrif á framvinduna og gerð myndarinnar,
breytt viðfangsefninu — og kvikna því oft siðferðilegar spurningar.
Viðtöl eru einkar algeng og viðmælendur búa yfir ákveðnu sjálfs-
forræði, ólíkt því sem tíðkast í skýringarmyndum þar sem þeir lúta
útskýringu myndarinnar.
Í sjálfhverfu myndinni er athyglinni beint að eiginleikum textans.
Framsetning hins sögulega heims — raunveruleikans — verður
sjálf eitt helsta viðfangsefni sjálfhverfu myndarinnar. Ólíkt gagn-
virku myndinni, þar sem lögð er áhersla á tengsl kvikmyndavélar
björn ægir norðfjörð118
5 Bill Nichols, Representing Reality: Issues and Concepts in Documentary (Bloom -
ing ton 1991), bls. 32–75. — Á meðal annarra lykilverka í þessu samhengi má
nefna bók Williams Rothman, Documentary Film Classics (Cambridge 1997), og
greinasafnið Theorizing Documentary, ritstj. Michael Renov (New York 1993).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 118