Saga - 2006, Side 8
David er alinn upp í Belfast á Norður-Írlandi. Hann er með MA-
gráðu í sagnfræði frá Edinborgarháskóla með áherslu á sögu
Írlands. Hann hefur lokið kennaranámi (post-graduate Certificate
in Education) og hefur jafnframt kennt sagnfræði. Í lok áttunda
áratugarins helgaði hann sig safnastarfi og hefur hann einkum og
sér í lagi starfað að fræðslumálum. Nú stýrir David fræðslu- og
þjónustudeild Victoria and Albert Museum í London, jafnframt því
sem hann hefur kennt safnafræði við Lundúnarháskóla (Visiting
Fellow in the Art, Design and Museology Department, Institute of
Education, University of London).3 Árið 1997 vann David Ander-
son stefnumótunarskýrslu fyrir bresk stjórnvöld, sem fjallar um
menntunarhlutverk safna á Bretlandi. Skýrslan, sem nefnist A
Common Wealth. Museums in the Learning Age, var endurútgefin í
apríl árið 1999 og hefur vakið mikla athygli, innan Bretlands sem
utan.4
Í erindi sínu á málþingi Safnaráðs fjallaði David Anderson
almennt um hlutverk og gildi safna í samfélaginu. Hann talaði um
að yfirleitt væri gildi menntunar viðurkennt, hvort heldur það væri
menntun barna og ungmenna eða menntun fullorðinna. Í beinu
framhaldi af því fjallaði hann um vægi og hlutverk fjölmiðla og
menningarstofnana hvað almenna menntun varðar, en ýmis atriði
benda til þess að það hlutverk sé verulegt. Þetta á til að mynda við
um söfn, en þáttur þeirra í menntun er veigamikill í hugum margra.
Það hefur sýnt sig að þau söfn sem lagt hafa sérstaka áherslu á
menntunarþáttinn hafa notið síaukinna vinsælda og uppskorið
ánægju notenda. Um leiðir við miðlun efnis á söfnum sagði David
rannsóknir benda til þess að fjölbreyttar aðferðir, margmiðlun og
gagnvirkni, væru ekki einvörðungu árangursríkar hvað menntun-
argildi áhrærir, heldur féllu þær vel í kramið hjá stærstum hluta
fólks. Að þessu sögðu varpaði David fram þeim spurningum hvers
D AV I D A N D E R S O N8
3 Í tengslum við starf sitt hefur David Andreson m.a. ritað fjölda greina og
skýrslur um menntunarhlutverk Victoria and Albert Museum, m.a. skýrslurn-
ar Strategy for Learning og Strategy for Access, Inclusion, and Diversity sem báðar
eru aðgengilegar á vef safnsins á eftirfarandi vefslóð: http://www.vam.ac.uk/
about_va/reports_plans/index.html.
4 2. útgáfa skýrslu Davids Andersons, A Common Wealth (1999), um menntunar-
hlutverk safna, er aðgengileg á vefsíðu breska menningarráðuneytisins:
http://www.culture.gov.uk/NR/rdonlyres/C17FDE3A-D293-4EB4-A37F-
E6298424F2C6/0/Common_Wealth2.pdf.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 8