Saga - 2006, Page 15
á skýrslunni og innihaldi hennar. Í samráði við stjórnvöld vann ég
nokkrar breytingar á skýrslunni og færði til betri vegar, en 2. útgáfa
hennar var síðan gefin út árið 1999.
Það hefur sýnt sig að þegar kemur að stefnumótun og áhuga
stjórnvalda á málefnum safna skipta þeir einstaklingar sem með
völdin fara hverju sinni afar miklu máli. Breska stjórnin hefur sýnt
menntamálum töluvert mikinn áhuga á síðastliðnum árum. Chris
Smith, ráðherra menningar, fjölmiðla og íþrótta (1997–2001), hafði
mjög mikinn áhuga og skilning á málefnum safna hvað þetta varð-
ar og hafði í raun skýra og ákveðna sýn á þennan málaflokk;
menntun, aðgengi, gæði, sköpun. Honum var mjög hugleikin hug-
myndin um skapandi iðnað (e. creative industry). Sömuleiðis veltu
menn fyrir sér hagrænum áhrifum þessa þáttar í breska hagkerfinu
og í framhaldinu af því óx áhugi á efninu. Yfirvöld viðurkenndu
gildi skapandi iðnaðar og tóku að nýta nýjar aðferðir við að mæla
áhrif hans á samfélagið, en hægt er að mæla það á ýmsan hátt. Á
Victoria and Albert Museum sýna tölur um safngesti okkar að fólk
sem starfar við skapandi iðnað og nemendur í sömu greinum telja
samtals um þriðjung safngesta okkar. Í því ljósi má líta á safnið sem
mikilvæga uppsprettulind nýsköpunar í samfélaginu. Ljóst er að
með þessum nýju viðhorfum manna til menntunar er menningar-
geirinn afar mikilvægur og í raun í lykilhlutverki. Meirihluti full-
orðinna í Bretlandi öðlast menntun eða fræðslu fyrir tilstuðlan
menningargeirans, sem söfn eru hluti af. Þetta er fólk sem segist
uppfræðast á meðvitaðan hátt, meðal annars með því að nýta sér
miðlun safna. Þetta er þrisvar sinnum stærri hópur en sá sem seg-
ist uppfræðast með hinu hefðbundna menntakerfi. Hvað varðar
menntun fjölskyldunnar sem heildar, ef svo má að orði komast, þá
er menningargeirinn einn mikilvægasti brunnurinn. Þetta viðhorf
er svo sem ekki nýtt af nálinni, enda má segja að eitt grunnstefið við
stofnun Victoria and Albert Museum um miðja 19. öld sé sú hugmynd
að söfn eigi að vera miðstöðvar almennrar menntunar (e. centres for
public learning). Með viðurkenningu yfirvalda á gildi skapandi iðn-
aðar er þar að auki viðurkennt á ákveðinn hátt að söfnin eigi með
starfi sínu þátt í því að auka lífsgæði almennings. Ríkisstjórnin hef-
ur aftur á móti ekki nýtt sem skyldi aðrar aðferðir við að efla
menntunarhlutverk safna, svo sem að hafa áhrif á námsskrár skóla,
en þar gætu ýmis tækifæri legið.
Söfnin sjálf hafa ef til vill ekki verið nægilega virk í að beita sér
fyrir því að ríkið móti stefnu í þessum málaflokki og er þeim því án
T I L H V E R S E R U S Ö F N? 15
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 15