Saga - 2006, Page 24
viðskipta. En þessi stefna átti sér einnig djúpar rætur í þjóðernis-
hyggjunni sem hér ríkti. Yfirlýsingin um „ævarandi hlutleysi“ var í
huga nýfrjálsrar þjóðar nátengd fullveldisyfirlýsingunni: Íslending-
ar ætluðu sér aldrei framar að verða annarri þjóð eða þjóðum svo
háðir að það skerti sjálfsforræði þeirra.8 Enda þótt íslenskir ráða-
menn hafi gert sér grein fyrir stöðu landsins á bresku valdsvæði,
sýnist almenningur lítt hafa hugað að því allt fram undir síðari
heimsstyrjöld, á hvaða stoð hlutleysi og öryggi landsins hvíldi
einkum í reynd, þ.e. yfirráðum Breta yfir hafinu kringum landið.9
Aðstæður breytast 1933–1939
Á fjórða áratug 20. aldar hófst nýtt skeið kreppu og umróts, sem
breytti mjög þeim aðstæðum sem Íslendingar höfðu lengst af búið
við frá því að þeir lýstu yfir ævarandi hlutleysi. Fiskmarkaðir í Suður-
löndum hrundu og Bretlandsmarkaður þrengdist vegna þess að
Bretar lögðu toll og höft á fiskinnflutning til verndar sjávarútvegi
breska samveldisins. Íslendingum veittist æ erfiðara að kaupa
nauðsynjar af Bretum og íslenska þjóðarbúið safnaði miklum
skuldum í útlöndum, einkum í Bretlandi. Nasistar tóku völdin í
Þýskalandi 1933 og Íslendingar urðu Þjóðverjum æ háðari í við-
skiptum á næstu árum. Hitler vígbjóst af kappi, hóf landvinninga
og brátt vofði yfir ný styrjöld. Íslenskir ráðamenn óttuðust að Þjóð-
verjar girntust landið, á sama tíma og þróun herflugs veikti yfirráð
Breta á Atlantshafi og eyddi þeirri vernd sem stafaði af fjarlægðinni
frá meginlandinu. Illur grunur ráðamanna um áform Þjóðverja var
Þ Ó R W H I T E H E A D24
8 Ótal dæmi mætti nefna um svipaða afstöðu nýfrjálsra þjóða til umheimsins.
Fræg er kveðjuræða Georges Washingtons, fyrsta forseta Bandaríkjanna, þar
sem hann réð þjóð sinni til að ganga aldrei í „varanleg bandalög við nokkurn
hluta umheimsins“, en sú ráðlegging varð að meginreglu bandarískrar utan-
ríkisstefnu um langt skeið. (Donald F. Drummond, The Passing of American
Neutrality 1937–1941 (Ann Arbor 1955), bls. 11–15.)
9 Alþingistíðindi 1918, Sambandslagaþingið B, d. 20–256. — Benedikt Gröndal,
Stormar og stríð. Um Ísland og hlutleysið (Reykjavík 1963), bls. 29–31. — Sólrún
Jensdóttir, Ísland á brezku valdsvæði 1914–1918. Sagnfræðirannsóknir. Studia Hist-
orica 6 (Reykjavík 1980). — Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 13–30, 34–42,
47–49. — Ólafur E. Friðriksson, „Afstaða Íslendinga til hlutleysis og öryggis-
mála við gerð sambandslagasamningsins“, lokaritgerð í prófþætti í sagnfræði,
H.Í. 1979. — Hermann Jónasson, „Leiðin til öryggis“, Tíminn 31. ágúst 1945,
bls. 3, 6.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 24