Saga - 2006, Page 27
undanþiggja Svisslendinga þátttöku í hernaðaraðgerðum. Banda-
mannastórveldin hefðu veitt þessa undanþágu „af alveg sérstökum
sögulegum og þjóðréttarlegum ástæðum — með skilyrðum þó“,
enda hefði hugmyndin um „garanterað, ævarandi hlutleysi“ átt
enn erfiðara uppdráttar eftir stofnun Þjóðabandalagsins, sem
byggðist á reglu um gagnkvæmt öryggi bandalagsríkjanna.
Ef Íslendingar reyndu engu að síður að fá hlutleysi sitt tryggt,
taldi Sveinn að byrja mætti á því að ræða við Breta. „Þeir mundu
sennilega ekki blíðastir viðureignar“, svo sem sæist á tregðu þeirra
við að veita Svisslendingum sérstöðu í Þjóðabandalaginu. Breta-
stjórn mundi trúlega álykta að Íslendingar væru að undirbúa sam-
bandsslit við Dani með þessari málaleitan sinni og það væri raunar
ekki fjarri lagi. Bretar kynnu því að neita að láta nokkuð uppi um
afstöðu sína nema við danska utanríkisráðuneytið, sem færi form-
lega með utanríkismál Íslendinga, eða þeir létu Danastjórn vita að
Íslendingar væru að pukrast með þetta mál á bak við hana. Hvort
tveggja gæti valdið okkur vandræðum. Því væri „hreinlegast“ að
þreifa fyrir sér um málið við sambandsþjóð okkar Dani, áður en
lengra væri haldið. En jafnvel þótt eitthvert ríki (væntanlega Bret-
land) teldi hlutleysi Íslands vera í þágu hagsmuna sinna, hlyti það
að krefjast þess sem skilyrði fyrir tryggingu, að Ísland sýndi „bæði
vilja og getu til að verja hlutleysi sitt með hervaldi, ef til kemur.“
Þegar á allt þetta væri litið, sagðist Sveinn vera sammála þeim
fróðu mönnum sem hann hefði leitað álits hjá: Vonlaust væri „að fá
garanti annarra þjóða fyrir ævarandi hlutleysi Íslands, þeirra þjóða,
sem einhvers virði væri að fá garanti hjá — að minnsta kosti eins og
nú standa sakir.“13
Þessi niðurstaða Sveins Björnssonar virðist hafa sýnt ráðherrum
fram á að þeir yrðu að leita annarra ráða við að efla öryggi Íslands
á hættu- og stríðstímum. Í hlutleysi fólust bæði réttindi og skyldur
samkvæmt alþjóðalögum, en íslenska ríkið var með afbrigðum
vanmáttugt að fylgja því eftir gagnvart vopnuðum ríkjum, þar sem
það réð ekki yfir neinum herafla. Þessi vandi hafði blasað við Sveini
þegar hann bar saman hlutleysi Íslands og Sviss, en fáar eða engar
þjóðir lögðu meira á sig til sjálfsvarnar en Svisslendingar. Þar sem
Íslendingar voru ófúsir að halda uppi nokkrum landvörnum og
töldu sér það auk þess um megn, mátti ætla að Bretar, sem áttu
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 27
13 Gögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Reykjavík, í eigu afkomenda hans.
Sveinn Björnsson til Haralds Guðmundssonar, 27. sept. 1937.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 27