Saga - 2006, Side 28
mestra hernaðarhagsmuna að gæta í landinu, vildu ekki binda hér
hendur sínar gagnvart öðrum stórveldum (sérstaklega Þjóðverjum)
með því að ábyrgjast að virða hlutleysi Íslands.
Áhyggjur Sveins af því að Bretar vísuðu þessu máli til Kaup-
mannahafnar og tillaga hans um að taka það upp við Dani af fyrra
bragði, koma að sumu leyti spánskt fyrir sjónir. Sveinn var að vísu
andvígur því að slíta konungssambandinu við Dani og hann sýnist
einkum hafa tengt hugmynd ríkisstjórnarinnar um að leita trygg-
inga á hlutleysinu við undirbúning sambandsslita. Hugsanlegt er
að honum hafi því verið enn meira kappsmál en ella að stöðva mál-
ið, þó að þungvægar röksemdir hans um fánýti þess hefðu átt að
nægja til að stjórninni féllust hendur. Ef til vill var það aðeins áhugi
Sveins á því að beina málinu í „réttan“ farveg sem hér réð ferð.
Hann vissi þó manna best, að hvorki Íslendingar né Bretar höfðu
kært sig um afskipti Dana af hinum mikilvægari samskiptum sín í
milli um langt skeið.14 Á meðan Ísland var á áhrifasvæði Breta í
Norður-Atlantshafi, var Danmörk legu sinnar vegna undir ægi-
valdi Þjóðverja, eins og skýrt kom fram þegar Danir þágu boð
Adolfs Hitlers um griðasáttmála tæpum tveimur árum síðar, 1939.15
Eftir slíkri „tryggingu“ hefðu Íslendingar ekki sóst.
Í mars 1939 knúðu efnahagserfiðleikar og stríðshætta lýðræðis-
flokkana sem svo nefndu sig á Íslandi, þ.e. Alþýðuflokk, Framsókn-
arflokk og Sjálfstæðisflokk, til að mynda „þjóðstjórn“ undir forsæti
Hermanns Jónassonar, Framsóknarflokki. Í ritum um þetta tímabil
hefur greinarhöfundur dregið saman þau meginviðfangsefni sem
blöstu við þjóðstjórninni og tengdust öll að nokkru innbyrðis: 1) Að
takast á við hættuna af Þjóðverjum inn á við jafnt sem út á við. 2)
Að stækka útflutningsmarkað Íslendinga til að sigrast á kreppunni
í landinu. 3) Að tryggja þjóðinni nauðsynjar í styrjöld. Þjóðstjórnin
tókst á við þennan þríþætta vanda með því að reyna að efla versl-
un og samskipti við Bandaríkin, treysta gamalt samband við Breta
og styrkja lögregluna til mótvægis við byltingaröfl innanlands, nas-
ista og kommúnista.16
Þ Ó R W H I T E H E A D28
14 Sveinn Björnsson, „Um konungssambandið“, Morgunblaðið 12. ágúst 1939.
Endurminningar Sveins Björnssonar (Reykjavík [1957]), bls. 100–101. — Sólrún
Jensdóttir, Ísland á brezku valdsvæði 1914–1918, bls. 38. — Þór Whitehead,
Ófriður í aðsigi, bls. 277–283.
15 Susan Seymour, Anglo-Danish Relations and Germany 1933–1945 (Odense
1982), bls. 74–75.
16 Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 192–303.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 28