Saga - 2006, Side 29
Kostir þrengjast: hlutleysi í stríðsbyrjun
Áður en varði var stríð skollið yfir. Með yfirlýsingu sinni um
„ævarandi hlutleysi“ í 19. grein sambandslaganna hafði Ísland lýst
sig hlutlaust í „eitt skipti fyrir öll“.17 En stjórnvöld bættu um bet-
ur. Þegar stríðshætta vaknaði vegna krafna Þjóðverja til Súdetahér-
aðanna í Tékkóslóvakíu sumarið 1938, höfðu Norðurlönd lýst sam-
eiginlega yfir hlutleysi og sett sér reglur um framkvæmd þess.
Þjóðstjórnin lýsti því nú yfir að þessar reglur væru gengnar í
gildi.18
Eitt var að setja hlutleysisreglur, annað að hlýða þeim. Þjóð-
stjórnin varð að semja við Breta um leynilegt viðskiptabann á
Þýskaland haustið 1939, en notaði tækifærið til að skuldbinda
bresku stjórnina til að greiða fyrir fiskútflutningi og vörukaupum.
Með þessu samstarfi við Breta, sem stangaðist á við hlutleysi, rofaði
loksins til í útflutningsversluninni. Íslenska ríkinu var trúlega forð-
að frá eins konar gjaldþroti. En um leið óx ógnin af Þjóðverjum, því
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 29
17 Breytingar á sambandslögunum lutu almennt ströngum reglum, þ.á m. um
þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykki beggja aðila. Því er athyglisvert, að einn
merkasti fræðimaður Íslands í lögum, Einar Arnórsson prófessor, sem sjálfur
átti drýgstan þátt í samningu laganna, taldi koma til mála að Íslendingar
gætu breytt 19. greininni einhliða og án þjóðaratkvæðagreiðslu og væru eng-
an veginn jafnbundnir af því að fylgja hlutleysi og hafna gunnfána (þ.e. þátt-
töku í hernaði) og ætla mætti af orðalaginu „ævarandi hlutleysi“: „Yfirlýsing
um ævarandi hlutleysi getur ekki verið skuldbindandi gagnvart öðrum ríkj-
um. Engu sérstöku ríki er veittur neinn réttur með því. … Ísland getur því
bæði almennt tekið aftur hlutleysis-yfirlýsingu sína og svo í einstökum ófriði
tekið málstað annars hvors aðilja. Annað mál er það, að landið mun jafnan
gera allt sitt til að halda hlutleysi sínu, en hér er einungis álitamál, hvað því
sé lögrétt að gera.“ Álit Einars sýnir, að íslensk stjórnvöld hefði ekki skort
lagagrundvöll til að hverfa einhliða frá hlutleysi, ef þau hefðu kosið að gera
það fyrir niðurfellingu sambandslagasamningsins 1944. Sjá: Einar Arnórsson,
Þjóðréttarsamband Íslands og Danmerkur (Reykjavík 1923), bls. 117–119. — Sjá
einnig: Einar Laxness, Saga og minni. Safn ritgerða gefið út í tilefni sjötugsafmælis
höfundar 9. ágúst 2001 (Reykjavík 2001), bls. 211–214.
18 „Auglýsing um yfirlýsingu milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar um samkynja hlutleysisákvæði“, Stjórnartíðindi 1938 A, bls. 233–234
(nr. 102/14. júní 1938). — „Tilskipun, er hefir að geyma nokkur ákvæði um
hlutleysi í ófriði“, Stjórnartíðindi 1938 A, bls. 233–237 (nr. 102/14. júní 1938).
— „Konungleg tilskipun um að fyrirmælum þeim, er sett voru í konunglegri
tilskipun nr. 102 14. júní 1938, um ýms hlutleysisákvæði, skuli farið eftir nú
þegar,“ Stjórnartíðindi 1939 A, bls. 72–73 (5. nr. 48/ 1. sept. 1939).
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 29