Saga - 2006, Qupperneq 30
að þeir hótuðu að hefna fyrir viðskiptasamstarf Íslendinga við
Breta með árásum á íslenska skipaflotann.19
Eftir að Sovétherinn réðst inn í Finnland í lok nóvember 1939 í
samræmi við nýgerðan griðasáttmála Hitlers og Stalíns, óttuðust
menn alls staðar á Norðurlöndum að einræðisherrarnir kynnu að
hafa skipt þessum löndum upp á milli sín. Um þetta leyti voru Bret-
ar í fyrsta sinn gripnir áhuga á hernaðaraðstöðu á Íslandi. Létu þeir
þjóðstjórnina vita að þeir vildu vernda landið ef Þjóðverjar hernæmu
Danmörku. Þjóðstjórnin sá nú þess vegna hættu steðja að landinu frá
báðum stríðsaðilum og brást við með eftirtektarverðum hætti: Hún
bað nýskipaðan viðskiptafulltrúa Íslands í New York, Vilhjálm Þór,
að vera undir það búinn að leita eftir hervernd Bandaríkjastjórnar
með hjálp Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar.20 Við skulum íhuga
í næsta kafla hvers vegna þjóðstjórnin kaus fremur vernd Banda-
ríkjamanna en Breta, ef innrás Þjóðverja sýndist vofa yfir.
Örlagadaginn 9. apríl 1940 ítrekaði breska stjórnin verndarboð
sitt til þjóðstjórnarinnar með eftirfarandi orðsendingu, sem breski
ræðismaðurinn í Reykjavík afhenti Stefáni Jóhanni Stefánssyni utan-
ríkisráðherra:
Ég hef þann heiður að tilkynna yður, að utanríkisráðherra hans
hátignar [Bretakonungs] hefur falið mér að tilkynna ríkisstjórn
Íslands án tafar, að ríkisstjórn hans hátignar óttist, að staða Ís-
lands sé orðin mjög viðsjárverð með tilliti til innrásar Þjóðverja
í Noreg og hernáms Danmerkur. Ríkisstjórn hans hátignar er
hins vegar ráðin í að hindra það, að Ísland hljóti sömu örlög og
Danmörk, og mun grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana í því
skyni. Slíkar ráðstafanir kunna að krefjast þess, að ríkisstjórn
hans hátignar verði veitt einhver aðstaða á íslenskri grundu.
Ríkisstjórn hans hátignar treystir því, að ríkisstjórn Íslands
muni veita henni slíka aðstöðu í eigin þágu, jafnskjótt og þörf
krefur, og eiga almenna samvinnu við ríkisstjórn hans hátign-
ar sem stríðsaðili og bandamaður.21
Þ Ó R W H I T E H E A D30
19 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 111–156, 242–250.
20 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 177–191, 199–297.
21 UR, db. 3/630. John Bowering til Stefáns Jóhanns Stefánssonar, 9. apríl 1940.
Þessi mikilvæga orðsending hefur verið birt í fjölda íslenskra rita, en þýðing-
in úr ensku er allónákvæm og ber það með sér að þýðandinn, starfsmaður
stjórnarráðsins, hafi þurft að flýta sér við að koma henni í hendur ráðherra.
Höfuðgallinn við þýðinguna er sá, að lykilorðið „facilties“, þ.e. aðstaða, er
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 30