Saga - 2006, Page 31
Hér er aftur komið að spurningunni sem varpað var fram í upp-
hafi þessarar ritgerðar: Hvers vegna lét þjóðstjórnin Vilhjálm Þór
viðskiptafulltrúa ekki óska eftir vernd Bandaríkjanna, þegar Bret-
ar höfðu sent henni ofangreinda orðsendingu og Þjóðverjar virt-
ust til alls vísir? Svarið er þetta: Ráðherrar töldu að þrátt fyrir inn-
rás Þjóðverja í Noreg hefði breski flotinn líklega enn styrk til að
hræða þá frá því að gera hér innrás. Ítrekuð verndarboð Breta-
stjórnar sýndu ráðherrum líka réttilega fram á að Bretar hefðu
sjálfir hug á því að koma sér fyrir í landinu. Þeir þyrftu engrar
hvatningar við til að ganga hér á land, ef þýski herinn sýndist
næst ætla að taka hingað stökk frá Noregi. Stjórnin vildi forðast
breskt hernám í lengstu lög, en gengju Bretar hér engu að síður á
land, töldu ráðherrar hagsmunum landsins gagnvart báðum
stríðsaðilum best borgið með því að mótmæla landgöngunni.
Svarið, sem Stefán Jóhann Stefánsson sendi starfsbróður sínum
Halifax lávarði 11. apríl 1940, var í samræmi við þessa afstöðu
þjóðstjórnarinnar:
Ríkisstjórn Íslands metur nú sem fyrr mikils samúð og vináttu
bresku þjóðarinnar og þá umhyggju fyrir hag Íslands á þess-
um örlagatímum válegrar styrjaldar, sem fram kemur í orð-
sendingu þeirri frá ríkisstjórn hans hátignar í Sameinaða kon-
ungdæminu, er veitt var móttaka um hendur yðar.
Afstaða Íslands er hins vegar sú, að þegar sjálfstæði Ís-
lands var viðurkennt 1918, var lýst yfir ævarandi hlutleysi
þess, og landið er að auki vopnlaust. Ísland vill því hvorki né
getur tekið þátt í hernaðaraðgerðum eða gengið í bandalag
við stríðsaðila.
Enda þótt ríkisstjórn Íslands sé mætavel ljós sú staðreynd,
að íslenska þjóðin er þess ekki megnug að verja hlutleysi sitt,
vill hún taka skýrt fram, að hún mun mótmæla hvers konar
aðgerðum af hálfu erlendra ríkja, sem kunna að fela í sér brot
á þessari yfirlýstu stefnu um hlutleysi. Ríkisstjórnin vill jafn-
framt láta í ljós þá einlægu von, að unnt verði að varast öll
brot á áðurnefndri stefnu með því að fylgja reglum ýtrasta
hlutleysis.
Nú þegar yður hefur verið veitt svar við ofangreindri orð-
sendingu með þeirri ósk, að það verði sent hið bráðasta til
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 31
íslenskað með orðinu „tilslakanir“. Sjá: Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbar-
áttan 1874–1944 (Reykjavík 1951), bls. 456.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 31