Saga - 2006, Page 32
utanríkisráðherra hans hátignar, vil ég að lokum láta í ljósi, þá
einlægu von, að ríkisstjórn hans hátignar sýni þessari afstöðu
samúð og skilning.22
Enda þótt þjóðstjórnin vildi hvorki ganga í bandalag með Bretum
né veita þeim hernaðaraðstöðu að svo stöddu, hafnaði hún ekki
þeim kosti að fullu og öllu í nafni hlutleysis, eins og ætla mætti af
orðsendingunni hér að ofan. Hermann Jónasson forsætisráðherra
skýrði þessa afstöðu stjórnarinnar fyrir breska ræðismanninum
þegar hann afhenti honum ofangreint svar þjóðstjórnarinnar á
þessari hættustundu:
Íslandi er það í raun mesta lífshagsmunamál og vörn … að fá
að halda ævarandi hlutleysi sínu.
Það skriflega svar, sem nú er veitt, byggist á þessari stað-
reynd og öruggri von um, að komi enskar liðsveitir sér ekki
fyrir í landinu að fyrra bragði í hernaðarskyni, þá láti önnur
stórveldi það ógert af ótta við breska heraflann [þ.e. herskip á
siglingaleiðinni til landsins og eftirlitsskip skammt undan
landi], þótt hann hafi ekki búið um sig hér. Ef eitthvert annað
stórveldi réðist hins vegar á Ísland, mundi staða … og viðhorf
Íslands að sjálfsögðu gerbreytast.23
Þessari áhugaverðu „skýringu“ forsætisráðherra á svari þjóðstjórn-
arinnar við orðsendingu Breta 9. apríl var haldið stranglega leyndri
til stríðsloka. Eftir hernám landsins birti stjórnin aftur á móti orð-
sendingu Breta og svar sitt á prenti í þeim augljósa tilgangi að sýna
almenningi og Þjóðverjum fram á að hún hefði haldið fast og skil-
yrðislaust við hlutleysið. En skýring forsætisráðherra staðfestir að
stjórnin taldi öryggi landsins gagnvart Þjóðverjum enn einkum
hvíla á mætti breska flotans, en ekki á blindri hollustu sinni við
hlutleysi. Ef þessi óbeina vörn brást, ætlaði stjórnin að kasta hlut-
leysi og kalla á hjálp Breta og/eða Bandaríkjamanna. Stjórnin bjó
sig undir að geta sent út slíkt hjálparkall í skyndingu með því að
Þ Ó R W H I T E H E A D32
22 FO 371/24778. Stefán Jóhann Stefánsson til Halifax. Sjá: Bowering til Halifax,
11. apríl 1940. Þetta svar utanríkisráðherra var ásamt orðsending Bretastjórn-
ar 9. apríl íslenskað og birt á vegum stjórnvalda eftir hernám landsins. Sjá:
Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan, bls. 459. En þýðingin á þessu skjali
er ekki heldur í fullu samræmi við frumtextann og því er textinn birtur hér í
endurbættri gerð og jafnframt lesið úr hornklofum í skeyti Johns Bowerings,
ræðismanns Breta, sem sendi svar þjóðstjórnarinnar til London.
23 FO 371/24778. Bowering til Halifax, 11. apríl 1940, kl. 23.05.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 32