Saga - 2006, Síða 33
koma fyrir leynilegum sendistöðvum í Reykjavík og tilkynnti Bret-
um kallmerki þeirra.24
Á næstu vikum virðist íslenskum ráðamönnum fremur hafa
aukist trú á hernaðarmátt Breta og hugsanlega mótspyrnu Banda-
ríkjamanna gegn seilingum Þjóðverja hingað. Hlutdrægar fréttir frá
London af landgöngu Bandamanna í Noregi og átökum við Þjóð-
verja þar efldu nokkuð traust á Bretum.25 En þó að þjóðstjórnin
ákvæði af yfirveguðu ráði að halda sig við hlutleysið og taka þá
áhættu sem því fylgdi, var mönnum ekki rótt. Eysteinn Jónsson,
viðskiptaráðherra í þjóðstjórninni, lýsti ástandinu frá 9. apríl svo:
Næstu fjórar vikurnar hugsuðu áreiðanlega margir sitt á Ís-
landi. Hverjir koma? Hvenær koma þeir. Leggja Þjóðverjar í
ævintýri hliðstætt því sem þeir eru að gera í bardögunum í
Norður-Noregi? Hvað gera Bretar? Koma þeir á undan og
hvað verður ef hinir koma fyrst? Þá hlýtur að verða barist um
Ísland. Hvað skeður hér, ef nasistar koma? Nasisminn á tals-
verð ítök hérna og hvernig leikur það þjóðina, ef málin koma í
uppgjör hér heima fyrir eins og í öðrum löndum, þar sem hann
hefur flætt yfir?
Menn hugsuðu margt og spennan var mikil. Hlutskiptið
var þó raunar bara það að bíða.26
Nú er ljóst, að þjóðstjórnin, en þó sérstaklega Hermann Jónasson
forsætisráðherra, ofmat mjög styrk breska flotans við Ísland. Þýski
flotinn hefði að öllum líkindum átt auðvelt með að flytja hingað
innrásarlið vorið 1940, eins og Hitler hafði hugkvæmst og Bretar
óttuðust.27
Hlutleysi í orði, samstarf í verki
Bretar urðu að þessu sinni á undan þýska hernum, svo sem þjóð-
stjórnin hafði gert ráð fyrir. Sumir ráðherranna liðu þó angist á
meðan úr því var skorið í birtingu 10. maí hvort herskipin á ytri
höfninni væru þýsk eða bresk. Það var stund sem enginn þeirra
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 33
24 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 305–309. — Hermann Jónasson, „Leið-
in til öryggis“, Tíminn 31. ágúst 1945, bls. 3, 6.
25 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 276–289. — Bjarni Benediktsson, Land
og lýðveldi I (Reykjavík 1965), bls. 28–29.
26 ,,Nasisminn tapaði“, viðtal við Eystein Jónsson, Tíminn 2. sept. 1979. —
Vilhjálmur Hjálmarsson, Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna, bls. 272–275.
27 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 282–284.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 33