Saga - 2006, Page 34
gleymdi og enginn hefði viljað reyna aftur, eins og síðar kom fram
á fyrstu árum kalda stríðsins.28
Á fundi með breska sendiherranum, C. Howard Smith, að
morgni hernámsdagsins gagnrýndi Hermann Jónasson Breta fyrir
hernámið og þjóðstjórnin mótmælti því opinberlega með bréfi síð-
ar um daginn.29 Bretar vísuðu til hættunnar á innrás Þjóðverja og
sögðu réttilega, að landið væri orðið þeim „lífsnauðsynlegt“ til að
verja siglingaleiðir yfir Atlantshaf. Þeir höfðu frá upphafi gert sér
grein fyrir því, að frekari viðskiptaívilnanir væru áhrifaríkastar til
að sætta stjórnina við hernámið. Howard Smith hét Íslendingum
slíkum ívilnunum á morgunfundinum með ráðherrum og lofaði
því að Bretar hlutuðust ekki til um íslensk innanríkismál.30 Loforð-
ið um viðskiptaívilnanir var gulls ígildi, vegna þess að meginland
Evrópu var nú að lokast fyrir utanríkisviðskiptum, þannig að Ís-
lendingar áttu nú allt sitt undir Bretum.31 Þó að Hermann Jónasson
hefði sagt Howard Smith að hernáminu yrði formlega mótmælt,
samþykkti hann fyrir hönd þjóðstjórnarinnar að vinna með Bretum
á þeim grundvelli sem breski sendiherrann hafði lýst. Þar vakti enn
fyrir stjórninni að verjast hættunni af Þjóðverjum, en nota um leið
samstarfið við Breta til að brjótast úr kreppu og afla landinu ör-
uggra aðfanga.32 Stjórnin hélt þessu leyndu fyrir almenningi, en
Bretar fóru ekki dult með það, að þeir ætluðu að bæta þjóðinni upp
hernámið með viðskiptahlunnindum.33
Þ Ó R W H I T E H E A D34
28 Þór Whitehead, ,,Leiðin frá hlutleysi“, Saga XXXIX (1991), bls. 90–91, 94–95.
29 FO 321/4. Stefán Jóhann Stefánsson til Charles Howards Smiths, sendiherra
Breta, 10. maí 1940. Í mótmælabréfinu sagði: ,,Út af atburðum þeim, sem gerð-
ust snemma í morgun, hernámi Reykjavíkur, er hlutleysi Íslands var freklega
brotið og sjálfstæði þess skert, verður íslenska ríkisstjórnin að vísa til þess, að
hinn 11. apríl síðastl. tilkynnti hún bresku ríkisstjórninni formlega, fyrir milli-
göngu fulltrúa hennar hér á landi, afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar til tillögu
hennar um að veita Íslandi hernaðarvernd og samkvæmt því mótmælir íslenska
ríkisstjórnin kröftuglega ofbeldi því, sem hinn breski herafli hefur framið. Þess
er að sjálfsögðu vænst, að bætt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir af þessu
broti á löglegum réttindum Íslands sem frjáls og fullvalda hlutlauss ríkis.“
30 FO 371/24779. Howard Smith til Halifax, 12. maí 1940. — Þór Whitehead,
Bretarnir koma, bls. 78–84.
31 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 246–250, 322–324. — ,,Síldveiðunum
verður að bjarga“, Morgunblaðið 12. maí 1940, bls. 5–6.
32 FO 371/24779. Howard Smith til Halifax, 12. maí 1940.
33 ,,Mr. Howard Smith“, Morgunblaðið 17. maí 1940, bls. 3.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 34