Saga - 2006, Síða 35
Samstarf Breta við þjóðstjórnina á fyrstu mánuðum hernámsins
reyndist um sumt erfiðara en Howard Smith hafði gert sér vonir
um. Hann kvartaði sáran undan því að þjóðstjórnin ríghéldi í hlut-
leysið, þó að ráðherrar sæju að hætta á innrás Þjóðverja vofði hér
yfir. Breska samveldið stóð á þessum tíma eitt gegn ofurveldi
Hitlers í Evrópu og Bretum mislíkaði því mjög þegar íslensk stjórn-
völd tregðuðust við að vinna með þeim, sér í lagi að landvörnum.
En eins og Hermann Jónasson reyndi að skýra fyrir Bretum, taldi
þjóðstjórnin sig ekki geta starfað með þeim fyrir opnum tjöldum,
vegna þess að þá fengi stjórnarandstaðan, þ.e. Sósíalistaflokkurinn,
sem kommúnistar réðu, höggstað á stjórnarflokkunum. Ráðherrar
óttuðust að kommúnistar, sem á þessum tíma börðust gegn Bretum
í anda griðasáttmála Hitlers og Stalíns, gætu virkjað þjóðernis-
hyggju Íslendinga gegn stjórninni.34 Sveinn Björnsson, sem var orð-
inn utanríkismálaráðgjafi þjóðstjórnarinnar, hvatti Breta sérstak-
lega til að sýna skilning á því að hernámið gengi gegn sjálfstæðis-
vilja Íslendinga. Ef íslenska þjóðin teldi sig fá ástæðu til að trúa því
að Bretar vildu ekki virða sjálfstæðisvilja hennar og viðleitni til að
verja menningu sína, gætu hvorki stjórnvöld né fjölmiðlar „haft
áhrif á almenning í því skyni að auka á skilning manna í milli.“35
Ráðamenn litu greinilega svo á, að í þjóðernishyggjunni byggi afl
sem slitið gæti öll flokksbönd og fleytt þeim flokki til valda og áhrifa
sem tækist að nýta sér það í sína þágu. Þessi ótti við þjóðernishyggj-
una átti eftir að setja svip sinn á afstöðu íslenskra ráðamanna til ut-
anríkis- og öryggismála langt fram eftir 20. öld.36 Enda þótt raun-
hæfar forsendur hlutleysisstefnunnar væru að mestu brostnar
vegna breyttrar samgöngu- og hernaðartækni, árásarstefnu einræð-
isríkjanna og efnahagsþarfa þjóðarinnar, voru huglægu forsend-
urnar — hugmyndir íslenskrar sjálfstæðishreyfingar — enn mátt-
ugar með þjóðinni og héldu lífi í hlutleysinu sem birtingarformi
þjóðernishyggju. Vei þeim sem leyfði sér að kasta rýrð á þetta
„fjöregg þjóðar-sjálfstæðis okkar“, eins og Morgunblaðið nefndi
hlutleysið. Blaðið snupraði jafnvel forsætisráðherra fyrir að hafa
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 35
34 Þór Whitehead, Bretarnir koma, bls 121–127. — FO 371/24779. Howard Smith
til Halifax, 27. júní, 16. júlí 1940. 24783. Smith til Alexanders Cadogans, 19. júlí
1940.
35 UR, I/168, 2 Evr. Sveinn Björnsson til Smiths, 26. júní 1940.
36 Þór Whitehead, ,,Lýðveldi og herstöðvar 1941–1946“, Skírnir 150 (1976), bls.
129, 137, 147, 150–152. — Sami, ,,Leiðin frá hlutleysi“, bls. 76, 96–100.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 35