Saga - 2006, Page 36
nefnt breska landgönguliða „gesti“ í ávarpi til þjóðarinnar á her-
námsdaginn.37
Enn taldi þjóðstjórnin von til þess að sjómönnum gæti verið ein-
hver vörn í hlutleysinu. Hún vildi a.m.k. ekki gefa Þjóðverjum neitt
tilefni til að hefja allsherjarárásir á íslenska skipaflotann. Þá var ráð-
herrum nú einnig umhugað um að stofna ekki í hættu fjölda Íslend-
inga í hernuminni Danmörku og annars staðar á yfirráðasvæði
Hitlers á meginlandi Evrópu. Stjórnin vann að því að flytja hundr-
uð þessara manna heim með leyfi beggja stríðsaðila. Viðskipti við
Þjóðverja höfðu þar að auki komið sér vel á kreppuárunum, en þeir
höfðu hótað að taka þau ekki upp að stríði loknu, ef Íslendingar
hölluðu sér um of að Bretum.38
Allt skýrir þetta hvers vegna þjóðstjórnin kaus að fylgja áfram
hlutleysi í orði, en vinna með Bretum með leynd eftir því sem hægt
var. Sú samvinna varð nánari og augljósari þegar leið á stríðið.
Horft í vestur
Hvernig gekk stjórninni að ná meginmarkmiðum sínum í sam-
vinnu við Breta? Í fyrsta lagi vantreystu ráðherrar landvörnum og
loftvörnum Breta, þó að þeir þættust réttilega vita að breski flotinn
veitti landinu áfram vernd. Í öðru lagi tókst stjórninni að talsverðu
leyti að vinna hér bug á kreppunni með því að fá Breta til að kaupa
megnið af útflutningsframleiðslu Íslendinga á vildarkjörum. Þar
við bættist ávöxtur af Bretavinnunni. Þjóðstjórninni tókst aftur á
móti ekki að fá kröfur sínar um innflutningsvörur frá Bretlandi og
Bandaríkjunum uppfylltar. Á meðan jókst sífellt eftirspurn eftir er-
lendum varningi með stórauknum umsvifum í atvinnulífinu og
peningaveltu.39
Þjóðstjórnin var allsátt við þennan árangur af samstarfi við
Breta.40 Ýmsir áhrifamenn í stjórnarflokkunum, þ.á m. ráðherrar,
Þ Ó R W H I T E H E A D36
37 ,,Fréttaflutningur Alþýðublaðsins“ Reykjavíkurbréf, Morgunblaðið 19., 24. maí
1940, bls. 5, 4.
38 Þór Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 184–85. — Hermann Jónasson, ,,Sam-
bandsmál — sjálfstæðismál“, Tíminn 4. mars 1941, bls. 102–103.
39 Viðtal. Höfundur við Eystein Jónsson, 14. sept. 1972, 19. júní 1980. — Lands-
banki Íslands 1940–1941.
40 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1943 (Reykjavík 1943), bls. 45. Ljósrit úr gögn-
um Eysteins Jónssonar, Reykjavík. Miðstjórn Framsóknarflokksins, bréf til
trúnaðarmanna, 1. okt. 1940.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 36