Saga - 2006, Page 38
Í mars 1941 lýstu Þjóðverjar yfir því að hafnbannssvæði þeirra
væri fært út frá Bretlandseyjum og allt vestur að strönd Grænlands.
Á þessu svæði áskildu þeir sér rétt til að sökkva öllum fleytum
undir hvaða fána sem þær sigldu. Þjóðverjar voru með þessu að
bregðast við hernámi Íslands og vaxandi umsvifum Bandaríkjaflota
á Atlantshafi, en um leið voru þeir að nokkru leyti að lýsa yfir stríði
á hendur Íslendingum. Foringjum kafbáta og flugvéla var þó selt
sjálfdæmi um hvort þeir réðust á íslensk skip, sem eftir sem áður
voru talin í eigu hlutlausrar þjóðar. Ekki var þess nú langt að bíða
að kafbátahernaðurinn færðist upp að ströndum landsins og orr-
ustan um Atlantshaf gysi hér upp ekki fjarri landsteinum.43
Hlutleysi lagað að aðstæðum
Í júní 1941 gaf Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti þjóðstjórn-
inni skyndilega kost á því að óska eftir hervernd Bandaríkjanna.
Breski sendiherrann í Reykjavík, Howard Smith, flutti Hermanni
Jónassyni forsætisráðherra þessi boð með mikilli leynd og tilkynnti
honum jafnframt að Bretar þyrftu á setuliði sínu að halda annars
staðar.44 Verndarboð Roosevelts var þó alls ekki sprottið af þeirri
ástæðu, enda átti breski landherinn eftir að dveljast hér fram á
haust 1942 og sjólið og flugher Bretakonungs fram yfir stríðslok.
Roosevelt þurfti hins vegar að koma hér upp í skyndi bandarískum
herstöðvum, því að hann vildi fá átyllu til að fyrirskipa Bandaríkja-
flota að verja siglingaleiðina til Íslands og síðan alla leiðina til Bret-
landseyja. Forsetinn vildi veita Bandamönnum lið, en hlutleysislög-
gjöf batt hendur hans og hann átti í höggi við öfluga andstæðinga,
sem börðust gegn þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í nafni frið-
ar og öryggis Vesturheims. Roosevelt hafði þó nýlega fengið þingið
í Washington til að samþykkja láns- og leiguhjálpina svonefndu,
sem virkja átti gríðarlegan iðnaðarmátt Bandaríkjanna í þágu
Bandamanna. En til lítils var að gerast „vopnabúr lýðræðisríkj-
anna“, eins og það var kallað, ef vopnin enduðu á hafsbotni vegna
sívaxandi árása þýskra kafbáta. Roosevelt hafði brætt málið með
sér og ákveðið að hann gæti lýst Ísland útey Vesturheims og nauð-
synlega bækistöð til varnar, án þess að teygja Monroe-kenninguna
Þ Ó R W H I T E H E A D38
43 Fuehrer Conferences on Naval Affairs 1939–1945 (London 1990), bls. 183. —
„Þjóðverjar lýsa hafnbanni á Ísland“, Morgunblaðið 26. mars 1941, bls. 2.
44 UR, db. 4/329, I. Óundirrituð orðsending Howards Smiths, 24. júní 1941.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 38