Saga - 2006, Side 39
beinlínis yfir landið. Næði hann þannig fótfestu á Íslandi undir yfir-
skini Vesturheimsvarna, slægi hann vopnin úr höndum andstæð-
inga sinna og fengi frjálsar hendur til þess að beita Bandaríkjaflota
í orrustunni um Atlantshaf. Með því tækju Bandaríkin stærsta skref
sitt inn í styrjöldina til hjálpar Bandamönnum, og bættu jafnframt
vígstöðu sína gagnvart Þjóðverjum, sem kynnu að snúa sér í vestur
eftir sigur yfir Sovétríkjunum. Upp var að renna ögurstund Íslend-
inga í ófriðnum.45
Eftir langa reynslu af samskiptum við Íslendinga höfðu Bretar
lagt til að Roosevelt forseti hernæmi Ísland, án þess að leita sam-
þykkis landsmanna. Bretar höfðu sjálfir komist að þeirri niðurstöðu
1940, að fyrirvaralaust hernám væri vandræðaminnst bæði fyrir þá
og ríkisstjórn Íslands, þótt hún mótmælti í nafni hlutleysis. En
Roosevelt tók þessu víðs fjarri af ýmsum ástæðum.46 Ein var greini-
lega sú, að hann var sannfærður um að þjóðstjórnin mundi um-
svifalaust biðja um vernd Bandaríkjanna, ef vernd stæði til boða,
vegna þess að Vilhjálmur Þór, sem skipaður hafði verið ræðismað-
ur í New York, og Stefán Jóhann Stefánsson, utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins, höfðu báðir þreifað fyrir sér beint og
óbeint eftir slíkri vernd. Roosevelt var ókunnugt um, að hvorugur
þeirra hafði leitað eftir umboði þjóðstjórnarinnar fyrir frumkvæði
sínu.47 Það kom honum þess vegna í opna skjöldu þegar Hermann
Jónasson forsætisráðherra sagðist andvígur því að óska eftir banda-
rískri hervernd. Þingmenn hefðu rætt málið nýverið og yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra verið mótfallinn því að bera upp slíka ósk við
Bandaríkjastjórn. Hermann gaf breska sendiherranum þannig í
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 39
45 Conn o.fl., Guarding the United States, bls. 462–463. — Robert Dallek, Franklin
D. Roosevelt and American Foreign Policy 1932–1945 (Oxford 1979), bls. 199–203,
212–232, 243–266. — PREM 3/469. Halifax til Winstons S. Churchills, 28. maí
1941. — Duncan H. Hall, History of the Second World War. North Atlantic Supp-
ly (London 1955), bls. 315–318. — Robert E. Sherwood, Roosevelt and Hopkins.
An Intimate History (New York 1948), bls. 291–92. — Winston S. Churchill, The
Second World War. The Grand Alliance (Boston 1950), bls. 136–155.
46 Sumner Welles, minnisblað 22. júní 1941, FRUS 1941, II (Washington D.C.
1959), bls. 779–780.
47 Hugh S. Cumming Jr., minnisblað 5. sept. 1940, FRUS 1940, II (Washington
D.C. 1957), bls. 682–683. — Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar I (Reykjavík 1966), bls. 190–198. — DSR 711.59A/9. Bertel
E. Kuniholm til Cordells Hulls, 24. des. 1940. — Viðtal. Höfundur við Eystein
Jónsson, 14. sept. 1972.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 39