Saga - 2006, Síða 40
skyn, að þjóðstjórnina skorti umboð Alþingis til samninga við
Bandaríkjaforseta. En hann lét einnig að því liggja, að erfiðara yrði
að verja íslenskt samfélag og menningu fyrir ásókn bandarískra
hermanna en breskra.48 Þjóðernishyggjan blandaðist nú sem fyrr
inn í samskipti Íslendinga við stórveldin. Reynslan af hersetu Breta
hafði sýnt fram á að sambúð hermanna við landsmenn, einkum
kvenþjóðina („ástandið“), gat skapað vandamál sem særðu þjóð-
erniskennd almennings og settu stjórnvöld í vanda gagnvart her-
námsveldinu og eigin þjóð.49
Þegar til kastanna kom reyndust aðrir ráðherrar þjóðstjórnar-
innar fúsari að þiggja vernd Bandaríkjanna en forsætisráðherra.
Þeir voru samt engu síður en Hermann Jónasson ófúsir að bera
beinlínis upp beiðni um slíka vernd við Bandaríkjaforseta.50 Sumir
hafa fullyrt að einu hafi gilt hvort Íslendingar sögðu já eða nei við
verndarboði Roosevelts. Bandaríska landgönguliðið hafi þegar ver-
ið á leið hingað um borð í skipum og Íslendingar ekki getað stöðv-
að för þeirra, þó að flotadeildin gerði hlé á siglingu sinni á Ný-
fundnalandi á meðan reynt var að afla „heimboðs“ frá þjóðstjórn-
inni.51 En eins og Howard Smith gerði stjórninni grein fyrir, var
staða Roosevelts gagnvart þjóð sinni og Bandaríkjaþingi þannig, að
hann gat ekki með nokkru móti hernumið hlutlaust og lýðræðislegt
smáríki í samkrulli við stríðsaðila, Breta.52 Forsetinn hafði auk þess
hafnað stefnu fyrirrennara sinna um að hlutast til um innanríkismál
Vesturálfuríkja með hervaldi og reynt að bæta samskipti við þessi
ríki, m.a. til að styrkja varnir Bandaríkjanna. Forsetinn óttaðist að
hernám Íslands gæti skaðað stöðu sína gagnvart þessum ríkjum,
Þ Ó R W H I T E H E A D40
48 FO 371/29313. Howard Smith til Halifax, 24. júní 1941. UR, db. 4/329, I.
Óundirrituð orðsending Howards Smiths, 24. júní 1941.
49 Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri II (Hveragerði 1984), bls. 138–168.
50 FO 371/29313/N 3195/543/15. Howard Smith til Edens, 27. júní 1941. — Við-
tal. Höfundur við Stefán Jóhann Stefánsson, 30. ágúst 1971. — Viðtal. Höfund-
ur við Eystein Jónsson, 14. sept. 1972. — Stefán Jóhann Stefánsson, Minning-
ar I, bls. 190–193.
51 Einar Olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar (Reykjavík 1980), Jón
Guðnason skráði, bls. 206–212. — Frank Hough o.fl., The United States Marines
in Iceland, 1941–1942. Marine Corps Historical Reference Pamphlet. Ritstj. Kenn-
eth J. Clifford (Washington D.C. 1970), bls. 5.
52 UR, db. 4/329, I. Óundirrituð orðsending Howards Smiths, 24. júní 1941. —
Viðtal. Höfundur við Stefán Jóhann Stefánsson, 30. ágúst 1971. — Viðtal. Höf-
undur við Eystein Jónsson, 14. sept. 1972. — Vilhjálmur Hjálmarsson, Ey-
steinn í eldlínu stjórnmálanna, bls. 291–292.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 40