Saga - 2006, Qupperneq 42
erlenda hermenn, umfram allt hermenn af afrískum uppruna, en
þeim skyldi ekki leyfast hér landvist. Að auki vildi stjórnin skuld-
binda Bandaríkjamenn og Breta til að viðurkenna lýðveldi á Ís-
landi, þegar landsmenn teldu tímabært að slíta að fullu samband-
inu við Danakonung, og tryggja því þannig alþjóðlega viðurkenn-
ingu.55
Þessi skilyrði endurspegluðu ekki aðeins helstu markmið ís-
lenskrar utanríkisstefnu, raunsæi hennar og þjóðernisþátt. Með
þeim var þjóðstjórnin vitaskuld einnig að tryggja stöðu sína gagn-
vart Alþingi og almenningi og leitast við að sætta þjóðina við það
frávik frá „ævarandi hlutleysi“ sem óhjákvæmilega fólst í væntan-
legum herverndarsamningi.
Allt gekk málið eftir eins og þjóðstjórnin gat framast vonað.
Bandaríkjaforseti féllst á margvísleg skilyrði hennar og hét því m.a.
að „haga vörnum landsins þannig, að þær veiti íbúum þess eins
mikið öryggi og frekast er unnt“ og „styðja að hagsmunum Íslands
á allan hátt“, m.a. með því „að sjá landinu fyrir nægum nauðsynja-
vörum, tryggja nauðsynlegar siglingar … og að gera í öðru tilliti
hagstæða verslunar- og viðskiptasamninga við það.“ Þá lofaði
Bandaríkjaforseti því að flytja herafla sinn á brott frá landinu þegar
friður kæmist á, viðurkenna frelsi og fullveldi Íslands og beita sér
fyrir því að aðrar þjóðir gerðu slíkt hið sama.56
Bretastjórn, sem var í raun þriðji aðilinn að herverndarsamn-
ingnum, gekkst undir álíka skilyrði, nema um brottflutning herafla,
sem átti að ljúka þegar styrkur Bandaríkjahers væri orðinn „nægi-
legur til að verja landið“. Með þessu skilyrði, sem virðist hafa farið
framhjá sagnariturum, lauk formlega hernámi Breta hér. Breski her-
inn hafði fengið fullt samþykki íslenskra stjórnvalda fyrir tíma-
bundinni dvöl sinni í landinu.57
Þ Ó R W H I T E H E A D42
55 FO 371/729313/N 3195/543/15. Smith til Edens, 27. júní 1941. — Viðtal. Höf-
undur við Stefán Jóhann Stefánsson, 30. ágúst 1971. — Viðtal. Höfundur við
Eystein Jónsson, 14. sept. 1972. Viðtal. Höfundur við Eirík Benedikz, 16. nóv.
1974. — Vilhjálmur Hjálmarsson, Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna, bls. 291–292.
— Þór Whitehead, „Kynþáttastefna Íslands“, Lesbók Morgunblaðsins 13. jan.
1974, bls. 4–6, 14–15.
56 Samningar Íslands við erlend ríki II, bls. 1346–1350. — FO 371/29313/N
3195/543/15. Smith til Edens. — Sjá einnig: FRUS 1941, II, bls. 785–792.
57 Samningar Íslands við erlend ríki II, bls. 1351–1352.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 42