Saga - 2006, Page 44
Forsendum þjóðstjórnarinnar hefur enginn lýst betur en Her-
mann Jónasson í umræðu um herverndarsamninginn á Alþingi
1941: „[Þ]að erum ekki við, sem höfum breyst, heldur veröldin í
kringum okkur, og við verðum að haga okkur samkvæmt því.“
Hermann viðurkenndi nú í fyrsta sinn að hlutleysið sem viðmið ut-
anríkisstefnunnar hefði brugðist og Ísland fengi ekki að vera í friði
fyrir stríðsaðilum vegna legu sinnar á Atlantshafi, hversu einlæg-
lega sem landsmenn óskuðu þess.60 Þingmenn stóðu flestir frammi
fyrir gjörðum hlut, því að þjóðstjórnin hafði ekki mátt bera her-
verndarsamninginn undir þá af öryggisástæðum. Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra féllst hins vegar á röksemdir stjórnarinnar fyrir
samningnum.61
Hlutleysið úr sögunni?
En höfðu Íslendingar þá endanlega hafnað hlutleysi með samningi
sínum við Bandaríkjaforseta? Ýmsir íslenskir fræðimenn og stjórn-
málamenn hafa haldið þessu fram og m.a. bent á það, sem augljóst
var orðið 1941, að Bandaríkin stefndu í stríð við Þjóðverja.62 Áður
en ályktað er um endalok hlutleysisins þarf þó að svara hér tveim-
ur spurningum. 1) Hvernig túlkaði meirihluti þjóðstjórnarinnar og
Alþingis herverndarsamninginn með tilliti til hlutleysis? 2) Hvern-
ig litu Þjóðverjar á hlutleysi Íslands eftir gerð samningsins? Svör
við þessum spurningum skera úr um hver var hin opinbera afstaða
Íslands í styrjöldinni 1941–1942 og hvort landið fyrirgerði hlutleysi
sínu gagnvart Þjóðverjum með herverndarsamningnum.
Í umræðum á Alþingi lögðu ráðherrar, nema Stefán Jóhann
Stefánsson, áherslu á það að Íslendingar hefðu ekki skilið endan-
lega við hlutleysið með herverndarsamningnum. Þjóðstjórninni
Þ Ó R W H I T E H E A D44
á þróun íslenskrar utanríkisstefnu né heldur samskipti ríkisstjórnar Íslands
við Bandaríkjamenn 1945–1946, svo sem fram kemur að nokkru hér á eftir, en
má að öðru leyti ráða af annarri grein höfundar, ,,Lýðveldi og herstöðvar“.
60 Alþingistíðindi 1941, fyrra aukaþingið A–D, d. 63.
61 Alþingistíðindi 1941, fyrra aukaþingið A–D. Um ólíka afstöðu sósíalista og
sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu herverndarsamninginn á Alþingi, sjá rit-
gerð höfundar: „Hvað sögðu Bandaríkjamenn um íslensk stjórnmál“, Eimreið-
in LXXIX:1 (1973), bls. 10–11, 16–18.
62 Sjá t.d.: Hannes Jónsson, Íslensk sjálfstæðis- og utanríkismál frá landnámi til vorra
daga (Reykjavík 1989), bls. 158–163. — Benedikt Gröndal, Stormar og stríð, bls.
52–55, 152–153.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 44