Saga - 2006, Síða 45
hefði að vísu reynst ófært að framfylgja hlutleysi eftir ströngustu
reglum, en með samningnum hefðu Íslendingar leyst sig undan
hernámi styrjaldaraðila og því fremur styrkt stöðu sína sem hlut-
laus þjóð.63 Með þessari vafasömu fullyrðingu vildu ráðherrar
sjálfsagt reyna að sætta þingmenn og almenning betur við her-
verndarsamninginn.
Í desember 1941, fimm mánuðum eftir komu Bandaríkjahers
til Íslands, lýsti Hitler yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum. Ef
þjóðstjórnin hefði verið sjálfri sér samkvæm, hefði hún átt að
biðja Bandaríkjaher um að hafa sig tafarlaust á brott með vísan til
hlutleysis Íslands. En vitaskuld kom slík ósk aldrei til álita og
ekkert var gert til að hrófla formlega við þeim yfirlýsingum sem
hlutleysi Íslands byggðist á. Það var ekki fyrr en 1943 að utan-
þingsstjórnin, sem tók við af þjóðstjórninni, spurðist fyrir um það
hvers vegna Bretar hefðu ekki flutt herlið sitt héðan samkvæmt
ákvæðum herverndarsamningsins. Bandaríkjastjórn svaraði því
til að eðli samningsins hefði í raun breyst eftir að Bandaríkin
drógust inn í styrjöldina; samningurinn væri ekki lengur tvíhliða.
Líta bæri á breska sjóliðið og flugherinn í landinu sem hluta af
varnarliði Bandamanna, sem væri allt bundið af heiti Bandaríkja-
forseta um að flytja á brott herafla héðan að stríði loknu. Utan-
þingsstjórnin mótmælti þessu ekki, en minnti Bandaríkjastjórn á
að hún hefði einnig heitið því að hafa samráð um skipan land-
varna við íslensk stjórnvöld.64 Við það heit höfðu Bandaríkja-
menn ekki staðið að fullu. Þó að Ísland hefði verið undir vernd
styrjaldaraðila frá desember 1941 og Bandaríkjamenn nú staðfest
að þeir teldu sig fara hér með hervernd á vegum Bandamanna,
gerðu íslensk stjórnvöld enn ekkert til að breyta stöðu landsins
sem hlutlauss ríkis.
Þýska stjórnin gerði engar athugasemdir við þessa afstöðu Ís-
lendinga, en ekki hafði staðið á því að Þjóðverjar fordæmdu harð-
lega ,,innrás“ Ameríkumanna í Ísland, fornevrópskt land utan
„Monroe-svæðisins“. Í samræmi við þennan áróður lýstu Þjóðverj-
ar herverndarsamningnum sem nauðung er Íslendingar, hernumin
smáþjóð, hefðu orðið að gangast undir. Þýska stjórnin hélt því
áfram að skilgreina Ísland sem hlutlaust en hernumið land Dana-
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 45
63 Alþingistíðindi 1941, fyrra aukaþingið A–D, d. 30, 37, 62.
64 Hull til Lelands B. Morris, 14. sept. 1943, FRUS 1943, II (Washington D.C.
1964), bls. 307–313. DSR 859A.20/359. Vilhjálmur Þór til Morris, 15. maí 1944.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 45