Saga - 2006, Side 47
bjuggu við skort og hörmungar var Ísland að færast af barmi gjald-
þrots yfir í það að verða ein auðugasta þjóð heims. Þegar leið á
styrjöldina tóku Bretar aftur að sér að greiða Íslendingum fyrir út-
flutninginn til Bretlands í áföngum, en dollarasjóðurinn entist fram
yfir stríðslok.67
Með herverndarsamningnum hafði þjóðstjórninni fyllilega tek-
ist að ná þeim markmiðum sínum að leysa Ísland úr kreppu, útvega
þjóðinni næg aðföng og tryggja öryggi hennar. Það var engin tilvilj-
un að þjóðstjórnin leystist upp í kjölfar sinnar eigin velgengni í ör-
yggis- og viðskiptamálum. Íslendingar gátu nú leyft sér þann mun-
að að berjast innbyrðis um hlutdeild í hagsældinni, þræta um kjör-
dæmamál og sambandsmál við Dani. Sjómenn voru þó eins og áður
í eldlínunni og virkir þátttakendur í stríðinu við að færa Bretum
mikilvæga lífsbjörg. Árásir Þjóðverja neyddu menn líka til að
vopna skip sín og sigla mun oftar en áður í skipalestum Banda-
manna.68
Þó að hernámi landsins lyki 1941, eins og nefnt var hér að fram-
an, hagaði þjóðstjórnin samskiptum sínum við Bandamenn og setu-
lið þeirra með svipuðum hætti og fyrir gerð herverndarsamnings.
En í árslok 1941 virtist stjórnin að því komin að taka stærsta skref
sem hún hafði opinberlega stigið af braut hlutleysis. Thor Thors,
sendiherra í Washington, tók þátt í að undirbúa stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórna sem voru að stofna með sér bandalag gegn Þýskalandi
undir nafninu Sameinuðu þjóðirnar. En þegar ganga átti frá stefnu-
yfirlýsingunni undir forystu Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkj-
anna var þjóðstjórninni ekki boðið að undirskrifa skjalið, þvert á
vilja Roosevelts forseta. Ástæðan var sú, að Íslendingar höfðu enn
ekki lýst yfir stríði á hendur Þýskalandi. Thor Thors vildi kanna
hvort stjórnin gæti fengið að undirrita yfirlýsinguna með fyrirvara
um að Ísland tæki ekki þátt í hernaðaraðgerðum, en í Reykjavík
hlaut sú hugmynd aðeins stuðning stjórnarandstöðunnar, Sósíal-
istaflokksins, sem nú fylgdi „þjóðfylkingarstefnu gegn fasisma“ í
takt við breytta tíma: Innrás Hitlers í Sovétríkin.69
Bandaríkjastjórn hafði áfram áhuga á því að Íslendingar gengju
að fullu til liðs við Sameinuðu þjóðirnar. Það hentaði Bandaríkja-
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 47
67 FRUS 1941, II, bls. 755–775. Landsbanki Íslands 1941–1945.
68 Gunnar M. Magnúss, Virkið í norðri. Sæfarendur III (Hveragerði 1984).
69 FDRP. Adolf A. Berle, minnisblað 9. jan. 1942. SA. Fundargerðabók utanríkis-
málanefndar Alþingis, 6. okt. 1942. — „Á glapstigum“, Nýtt dagblað 10. apríl
1942, bls. 3–4.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 47