Saga - 2006, Síða 49
þingsstjórnin tók við völdum, að hún vildi efla og treysta vináttu
við helstu viðskiptaþjóðir Íslendinga, „sérstaklega Bandaríkin og
Bretland.“73 Við þessa yfirlýsingu hafði utanþingsstjórnin fyllilega
staðið og svar hennar við fyrirspurn Bandaríkjamanna virðist hafa
haft tilætluð áhrif. Í viðurkenningarskyni fyrir framlag landsins til
baráttunnar um Atlantshaf beitti Bandaríkjastjórn sér fyrir því að
Íslendingar væru skráðir ein af „samstarfsþjóðum“ (associated
nation) Bandamanna. Þannig gat Ísland tekið þátt í ráðstefnum og
fengið inngöngu í undirsamtök og stofnanir Sameinuðu þjóðanna,
sem komið var á fót 1943–1945, þ.á m. Alþjóðabankann og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn.74 Með þessu forðuðust Íslendingar einangrun,
sem Thor Thors hafði varað stjórnvöld við frá 1941. Sú einangrun
hefði bæði getað skaðað efnahag Íslands og spillt fyrir því að lýð-
veldið, sem var að komast á stofn, yrði viðurkenndur fullgildur
þegn í samfélagi þjóðanna.75
Eftirtektarvert er að sjá hvernig Íslendingar gengust við því að
vera samstarfsþjóð Sameinuðu þjóðanna vorið 1943. Þegar banda-
ríska sendiráðið í Reykjavík viðraði það við utanþingsstjórnina að
Ísland tæki þátt í væntanlegri matvælaráðstefnu hernaðar-
bandalagsins í Bandaríkjunum, virðist stjórnin hafa verið treg til að
fallast á það skilyrði að Íslendingar gerðust jafnframt ein af sam-
starfsþjóðum þess. Thor Thors skoraði hins vegar eindregið á
stjórnvöld að setja þetta ekki fyrir sig, vegna þess að þátttaka í mat-
vælaráðstefnunni (sem kynni að vera mikilvæg vegna hagsmuna
íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar) gæti síðar tryggt Íslending-
um þátttöku í friðarsamningum.76 Áskoranir Thors sýnast hafa
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 49
73 Alþingistíðindi 1942, haustþing B, d. 1351–1352.
74 Hull til Vincents, 24. mars 1943, FRUS 1943, I, bls. 824. Department of State
Position Paper, FRUS 1946, I, bls. 445.
75 Á árunum 1943–1945 gerðust Íslendingar aðilar að Matvæla- og landbúnað-
arstofnuninni (FAO), Hjálpar- og endurreisnarstofnuninni (UNRRA), Al-
þjóðaflugmálastofnuninni (PICAO), Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og
Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjá: Pétur J. Thorsteinsson,
Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál. Sögulegt yfirlit I (Reykjavík 1992), bls.
236–241. — Auk Íslands voru í hópi ríkja, sem fyrst var boðið til samstarfs á
þessum vettvangi, öll Vesturálfuríki sem rofið höfðu stjórnmálatengsl við Öxul-
veldin, svo og Íran, Líbería og Egyptaland, en þessi þrjú ríki töldust hafa
hjálpað Sameinuðu þjóðunum með líkum hætti og Ísland, án þess að lýsa yfir
stríði við óvini þeirra. Sjá: Hull til Vincents, 24. mars 1943, FRUS 1943, I (Wash-
ington D.C. 1963), bls. 824–827.
76 Thor Thors, dagbók 3., 7. apríl 1943, í vörslu höf.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 49