Saga - 2006, Page 50
hrifið að þessu sinni, því að utanþingsstjórnin lagði til við utanrík-
ismálanefnd Alþingis að Ísland tæki þátt í ráðstefnunni. Vilhjálmur
Þór utanríkisráðherra las upp boðsbréf bandaríska sendiráðsins
fyrir nefndarmenn, en þar kom ekki beint fram skilyrðið fyrir þátt-
tökunni, heldur aðeins að æskilegt væri að Sameinuðu þjóðirnar og
þær þjóðir sem samstarf hefðu við bandalagið í styrjöldinni réðu
ráðum sínum um efnahagsvandamál að ófriði loknum.77 Sam-
kvæmt fundargerð utanríkismálanefndar skýrðu hvorki Vilhjálmur
Þór utanríkisráðherra né Björn Þórðarson forsætisráðherra, sem
einnig sat fundinn, hvað þetta orðalag merkti í reynd. Enginn þing-
maður sýnist hafa vikið einu orði að því, enda var fæstum þeirra
trúlega ljóst á þessum tíma að í heitinu „samstarfsþjóð“ fólst eins
konar aukaaðild að Sameinuðu þjóðunum, hernaðarbandalaginu
mikla gegn Þýskalandi. Vilhjálmur Þór vakti athygli þingmanna á
þeirri röksemd Thors Thors að þátttaka í matvælaráðstefnunni
opnaði Íslendingum leið inn á aðrar og mikilvægari ráðstefnur, en
forsætisráðherra lagði hins vegar áherslu á það eitt, að hagsmunir
íslenskra atvinnuvega væru í húfi: „ráðstefnan væri um matvæli en
framleiðsla Íslands væri einmitt matvæli og væri því rétt að Ísland
tæki þátt í ráðstefnunni.“
Jóhann Þ. Jósefsson, Sjálfstæðisflokki, þingmaður Vestmannaey-
inga og öflugur málsvari sjávarútvegs, kvaddi sér fyrstur hljóðs um
málið af nefndarmönnum í utanríkismálanefnd og vildi þiggja boð-
ið á ráðstefnuna. Þótt ekkert liggi fyrir um afstöðu Jóhanns til styrj-
aldaraðila, var hann kjörræðismaður Þjóðverja í Vestmannaeyjum
og hafði varað við því í upphafi styrjaldar, að Íslendingar brytu
gegn hlutleysi sínu með viðskiptasamstarfi við Breta. Fyrirvaralaus
stuðningur Jóhanns við þátttöku í matvælaráðstefnunni er því enn
ein vísbending um að meirihluti nefndarmanna hafi ekki áttað sig
á því að þeir voru nú að taka ákvörðun um meiriháttar frávik frá
Þ Ó R W H I T E H E A D50
77 UR, 1967, nr. 158. Matvælaráðstefna í Hot Springs. Carlos J. Warner til Vil-
hjálms Þórs, 7. apríl 1943. Bréf sendiráðsins hófst með þessum orðum: „The
Legation of the United States of America presents its compliment to the
Ministry for Foreign Affairs of Iceland and has the honor to bring to the
knowledge that the Government of the United States of America is of the opin-
ion that it is desirable now for the United Nations and those nations which
are associated with them in this war to begin joint consideration of the basic
economic problems with which they and the world will be confronted after
complete military victory shall have been attained.“ Sjá einnig bréf dags. 12.
apríl 1943.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 50