Saga - 2006, Side 51
„ævarandi hlutleysi“ landsins. Aðrir nefndarmenn, þ.á m. Her-
mann Jónasson, reyndust allir á sama máli og Jóhann Þ. Jósefsson
og utanríkismálanefnd samþykkti að lokum með öllum greiddum
atkvæðum að Ísland skyldi taka þátt í matvælaráðstefnunni.78
Víst er einkennilegt til þess að hugsa að Ísland virðist hafa geng-
ið lengst í þá átt að gerast aðili að hernaðarbandalagi í styrjöld án
þess að þingmenn áttuðu sig á því sem var að gerast, á meðan æðstu
ráðamenn virðast einkum hafa látið það ráða ákvörðun sinni að geta
selt fisk og kjöt með hjálp bandalagsins, eftir að það hefði unnið á
Þýskalandi Hitlers. Nokkra hliðstæðu mætti þó finna í afstöðu ís-
lenskra ráðamanna til stríðs og alþjóðlegs öryggis á fjórða áratugn-
um. Þá var hér hreyfing um að Ísland styrkti sjálfstæði sitt með því
að ganga í Þjóðabandalagið, sem átti að halda uppi friði og öryggi í
heiminum. En eftir að kreppan mikla hófst og bandalagið setti við-
skiptabann á Ítalíu vegna innrásar ítalskra fasistaherja í Eþíópíu árið
1935 varð ekkert úr inngöngunni. „Ríkisstjórn hinna vinnandi stétta“
sá sér meiri hag í því að styrkja stríðsrekstur Benitos Mússólínis
með saltfisksölum heldur en ganga í Þjóðabandalagið.79 Á stríðsár-
inu 1943 hafði dæmið snúist við: Vonir um arðbæra afurðasölu og
kreppulausa framtíð að styrjöld lokinni voru bundnar við einhvers
konar þátttöku í hernaðarbandalaginu gegn Hitler.
Þessi þátttaka fór saman við vaxandi og farsæla samvinnu utan-
þingsstjórnarinnar við setulið Breta og Bandaríkjamanna 1943–
1944.80 Ráðherrar töldu sig almennt ekki þurfa að dylja þessa sam-
vinnu fyrir almenningi og þingmönnum, eins og mál höfðu þróast.
Engin eftirmál virðast heldur hafa orðið af ákvörðun stjórnarinnar
um að beita sér fyrir því að Ísland gerðist ein af samstarfsþjóðum
Sameinuðu þjóðanna.81 Meirihluti Íslendinga hafði, eins og áður seg-
ir, alltaf verið hlynntur Bandamönnum í stríðinu, en svo virðist sem
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 51
78 SA. Fundargerðabók utanríkismálanefndar Alþingis, 15. apríl 1943. — Þór
Whitehead, Milli vonar og ótta, bls. 179–180.
79 Þór Whitehead, Íslandsævintýri Himmlers 1935–1937, bls. 44–46.
80 FO 371/43086. Gerald F. Shepherd til Anthonys Edens, 15. maí 1944.
81 Matvælaráðstefnan fór fram í Hot Springs, Virginia, í maí 1943, en það virð-
ist ekki hafa verið fyrr en í ágúst 1943 að fram kom í Morgunblaðinu, að Ísland
hefði tekið þátt í ráðstefnunni sem ein af „sambandsþjóðum“ Sameinuðu
þjóðanna. Blaðið birti lítt áberandi fréttatilkynningu frá stríðsupplýsinga-
skrifstofu Bandaríkjastjórnar, sem sagði nauðsynlegt að upplýsa það hve
margar Sameinuðu þjóðirnar væru „vegna ruglingslegra fregna af ýmsum
uppruna varðandi þetta málefni.“ Fulltrúar alls 45 þjóða hefðu sótt matvæla-
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 51