Saga - 2006, Qupperneq 52
mannskæðar árásir Þjóðverja á íslensk skip frá 1941 og fréttir af fram-
ferði þeirra í hernumdum löndum, einkum í Noregi, hafi aukið mjög
á andúð í garð þýskra nasista. Þetta auðveldaði stjórnvöldum að op-
inbera samstarf sitt við Bandamenn og dró úr tilhneigingu þeirra til
að friða Þjóðverja í þágu sjómanna. Ráðherrar utanþingsstjórnarinn-
ar þurftu ekki heldur að óttast það, að Sósíalistaflokkurinn reyndi að
snúa almenningsálitinu gegn stjórninni með þjóðernisáróðri. Flokk-
urinn var nú í fremstu fylkingu þeirra sem kröfðust öflugra land-
varna og vildu kasta hlutleysinu gamla með öllu fyrir róða, eins og
kommúnistar höfðu einir flokka krafist fyrir stríð.82
Þrátt fyrir allt virðist hlutleysið hafa haldið gildi sínu sem birt-
ingarform fullveldis og sjálfstæðis Íslands í huga almennings.
Flestir virðast hafa tekið það sem sjálfsögðum hlut að stjórnvöld
hefðu orðið að víkja frá hlutleysi, en aðeins um stundarsakir af illri
nauðsyn. Á þessum árum, 1942–1944, var sjálfstæðisbaráttunni
gegn Dönum að ljúka með lýðveldisstofnun, sem kynti undir þjóð-
ernishyggju. Þrátt fyrir ríka samúð Íslendinga með málstað Vestur-
veldanna rákust „þjóðleg“ viðhorf og gildi um margt á við herset-
una og þá menningarstrauma sem flæddu yfir landið, sérstaklega
frá Ameríku. Þeir sem hér mótuðu samfélagsumræðuna, svo sem
ritstjórar helstu dagblaða, háskólamenn og aðrir lærdómsmenn,
töldu hersetuna ógna öllu því sem þjóðinni væri helgast: þjóðern-
inu, kynstofninum hreina, menningunni, siðferði, samfélagsfestu
og fornum tengslum við meginland Evrópu, sérstaklega við Norð-
urlönd. Sú aðskilnaðarstefna sem menntamenn og ríkisstjórn höfðu
hvatt þjóðina til að fylgja gagnvart breska hernámsliðinu var boðuð
af engu minni krafti gagnvart Bandaríkjaher. Bandarískir herfor-
ingjar tóku sjálfir að sér að framfylgja þessari stefnu gagnvart liðs-
mönnum sínum í samræmi við ákvæði herverndarsamningsins um
Þ Ó R W H I T E H E A D52
ráðstefnuna, en 32 þjóðir teldust fullgildir aðilar að Sameinuðu þjóðunum,
þ.e. þær hefðu lýst yfir stríði á hendur Þjóðverjum og undirritað Atlantshafs-
sáttmálann og yfirlýsingu S.Þ. frá janúar 1942. Sambandsþjóðirnar, þ.á m. Ís-
lendingar, veittu bandalaginu hins vegar „mikilvæga aðstoð, án þess að fara
í stríðið.“ Til slíkrar aðstoðar teldust „hráefni, matvæli og siðferðileg og
stjórnmálaleg aðstoð.“ Sjá: „Sameinuðu þjóðirnar“, Morgunblaðið 12. ágúst
1943, bls. 7–8.
82 Magnús S. Magnússon, Þjóðfylkingarstefna Sósíalistaflokksins 1938–1943. Fram-
lag 1 (Reykjavík 1977). — Lbs–Hbs. Stefán Gunnar Sveinsson, Baráttan gegn
auðvaldinu. Íslenskir sósíalistar, Bretland og Bandaríkin 1939–1946, B.A.-rit-
gerð í sagnfræði, H.Í. 2004, bls. 28–47.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 52