Saga - 2006, Page 53
aðskilnað herlífs og þjóðlífs. Hermenn Bandamanna, sem um eitt
bil, 1943, voru álíka margir og hálf þjóðin, eða alls um 55 þúsund,
kvörtuðu almennt sáran yfir kulda og fjandskap, sem þeir töldu Ís-
lendinga sýna sér þó að þeir væru hingað komnir til að verja þjóð-
ina fyrir þýska ógnarvaldinu. Fáir breskir og bandarískir hermenn
áttuðu sig á þeim ágangi sem hið litla samfélag varð fyrir vegna
hersetunnar og töldu að fólkið hlyti að vera hlynnt nasistum. Þessi
misskilningur og sárindi gegnsýra enn minningar þeirra sem eftir
lifa úr hermannahópnum. Engu breytti að þúsundir Íslendinga
sýndu hermönnum margvíslega vinsemd.83
Stuttu eftir lýðveldisstofnun 1944 reyndi aftur á afstöðu Íslend-
inga til hlutleysis sem viðmiðs eða grundvallarreglu. Vilhjálmur
Þór utanríkisráðherra fékk því framgengt, að Roosevelt forseti byði
Sveini Björnssyni, nýkjörnum forseta, til Washington þeirra erinda
að semja við Bandaríkin með leynd um flugaðstöðu og viðskipti að
stríði loknu.84 Ekki er ljóst hvort eða að hve miklu leyti Sveinn stóð
á bak við þessa ráðagerð, því að Vilhjálmur Þór fór stundum eigin
leiðir í samskiptum við Bandaríkjamenn. Bandarísk dagblöð höfðu
birt fréttir sem sýndu réttilega að Bandaríkjastjórn hefði áhuga á
því að halda herstöðvum á Íslandi að stríði loknu og nú stóð yfir
vestra ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um alþjóðaöryggi að stríði
loknu. Boð Roosevelts vakti því nokkra tortryggni, einkum meðal
sjálfstæðismanna og sósíalista, sem voru að vinna að myndun
nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Þeir óttuðust að á ráðstefnunni
kynnu stórveldin að taka ákvarðanir um öryggi og viðskipti sem
snertu framtíð Íslands. Þeir treystu ekki Vilhjálmi og Sveini í þessu
efni og töldu utanþingsstjórnina skorta þingræðislegan grundvöll
til að semja um slík stórmál.85 Fór svo að forystumenn allra þing-
flokka sögðu utanríkisráðherra, að hann hefði ekkert umboð til
samninga við Bandaríkjastjórn í Washington.86
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 53
83 Lbs–Hbs. Ragnar Árnason, Þjóðvarnarflokkur Íslands, B.A.-ritgerð í stjórn-
málafræði, H.Í. 1974, bls. 3–23. — Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum. Íslenskar kon-
ur og erlendur her (Reykjavík 2001). — Þór Whitehead, Ísland í hers höndum
(Reykjavík 2002), bls. 143.
84 DSR 859A.001/7-1544. Louis G. Dreyfus til Cordells Hulls, 15. júlí 1944. — Sjá
einnig: 8-1444, Dreyfus til Hulls, 14. ágúst 1944.
85 „Bækistöðvar á Íslandi“ (f), „Ameríkuferð utanríkismálaráðherrans“ (f),
Reykjavíkurbréf, Morgunblaðið 23., 25., 27. ágúst 1944, bls. 6, 6, 5.
86 SA. Fundargerðabók utanríkismálanefndar Alþingis, 18. ágúst 1944.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 53