Saga - 2006, Qupperneq 54
Þá barst hingað enn ein frétt um áhuga Bandaríkjamanna á her-
stöðvum og upp hófust blaðaskrif þar sem slíkum áformum var
harðlega mótmælt.87 Í Washington kom í ljós að Vilhjálmur Þór
vildi fresta öllum samningaviðræðum þar til „óvissunni um fram-
tíð … ríkisstjórnarinnar [þ.e. utanþingsstjórnarinnar], hefði verið
eytt“.88 Bandaríkjaför Sveins varð þess vegna einungis kurteisis-
heimsókn, þar sem Vilhjálmur ítrekaði þá afstöðu allra þingflokka,
að Bandaríkjamenn yrðu að flytja héðan allan herafla að stríði
loknu.89
Sameinuðu þjóðirnar og endurnýjun hlutleysis
Morgunblaðið túlkaði ágætlega þau sjónarmið sem hér lágu að baki
í forystusveit Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks. Íslendingar, sagði blaðið, samþykktu aldrei að hér yrðu til
reiðu herstöðvar á friðartímum „og því síður, að erlendur her verði
staðsettur í landinu.“ „Sú þjóð“, fullyrti Morgunblaðið, ,,sem verður
að þola erlendan her í landi sínu á friðartímum, hlýtur fyrr eða síð-
ar að glata sjálfstæði sínu“. Íslendingum væri aftur á móti „fullljóst,
að hin svokallaða hlutleysisstefna, sem þær höfðu á oddinum … er
einskis virt af stórveldunum. Þessi stefna er því dauð og grafin“. Ís-
lendingum væri líka ljóst, að þeir gætu ekki varið land sitt, sem
væri þó þannig sett að það hlyti ævinlega að vera í hættu ef ófriður
hæfist á milli stórveldanna. Þess vegna hefði ríkisstjórn Íslands leit-
að eftir vernd vinsamlegs stórveldis 1941 og framvegis þyrfti land-
ið, eins og önnur smáríki, að vera viðbúið því að tryggja aftur sjálf-
stæðis sitt á hættutímum.90
Stefnan var skýr: Að stríði loknu áttu Íslendingar aftur að hverfa
til hlutleysis, en með því fororði að þeir leituðu aftur verndar Vestur-
Þ Ó R W H I T E H E A D54
87 „Ameríkuferð utanríkismálaráðherrans“ (f), Morgunblaðið 25. ágúst 1944, bls.
6. — „Það verður að gera hreint fyrir sínum dyrum“, „Af hverju kemur tor-
tryggnin gagnvart afturhaldinu í Bandaríkjunum“, Þjóðviljinn 24., 27. ágúst
1944, bls. [4, 3].
88 DSR 859A.20/4-2345. J. C. Grew til Dreyfus, 24. apríl 1945.
89 „Bandaríkjaför forseta Íslands“, Morgunblaðið 29. ágúst 1944, bls. 2.
90 „Framtíð Íslands“ (f), Morgunblaðið 2. júlí 1944, bls. 4. — Sbr. þrjár greinar úr
Alþýðublaðinu og Tímanum: Hermann Jónasson, ,,Leiðin til öryggis“, Tíminn
31. ágúst 1945, bls. 3, 6. „Hversu lengi ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vera
undirlægja kommúnista“, Tíminn 30. nóv. 1945, bls. 1, 8. Stefán Jóh. Stefáns-
son, „Áramót og tímamót“, Alþýðublaðið 30. des. 1945, bls. 4–5.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 54