Saga - 2006, Qupperneq 55
veldanna, ef hætta væri á ófriði. Óbein vörn Breta dygði ekki leng-
ur á ófriðartímum.
Þessi umræða um framtíð herstöðva í landinu var nýafstaðin í
september 1944, þegar Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíal-
istaflokkur mynduðu nýsköpunarstjórnina. Stjórnarsáttmálinn
markaði tímamót. Þar var því heitið að kanna hvernig sjálfstæði
landsins yrði „best tryggt með alþjóðlegum samningum“. Stjórnin
lofaði að beita sér fyrir því að Íslendingar tækju þátt í því alþjóða-
samstarfi sem Sameinuðu þjóðirnar væru að stofna til, m.a. við gerð
friðarsamninga og nýskipunar framleiðslu, viðskipta og fjármála í
heiminum.91 Stjórnarflokkarnir þrír töldu sig hafa fundið vísi að
frambúðarlausn á öryggis- og viðskiptamálum þjóðarinnar. Hug-
myndir sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna um að keppa
einkum að samstarfi við Vesturlönd voru reyndar aðrar en forsend-
ur sósíalista, sem stefndu að því að tengja Ísland nánum böndum
við Sovétríkin. En allir bundu þessir þrír flokkar þó vonir sínar við
það, að bandalag Vesturveldanna og Sovétríkjanna gegn Hitler gæti
orðið að undirstöðu undir nýju öryggis- og efnahagskerfi allra ríkja
heims. Með þátttöku í nýja heimsbandalaginu stefndu stjórnar-
flokkarnir þrír að því að Ísland gæti horfið aftur til eins konar hlut-
leysis, þ.e. hlutleysis í nýrri merkingu. Nýsköpunarstjórnin var sjálf
eins konar spegilmynd af bandalagi Vesturveldanna og Sovétríkj-
anna og utanríkisstefna hennar sýndi hvernig stríðið hafði knúið Ís-
lendinga til að laga sig að alþjóðlegum straumum í öryggis- og
efnahagsmálum.92
Ísland hafnar stríðsyfirlýsingu
Nokkrum mánuðum síðar, í febrúar 1945, hittust leiðtogar Banda-
manna á ráðstefnu í Yalta á Krímskaga. Þar lagði Roosevelt til að
„Ísland, nýjasta Sameinuðu þjóða-lýðveldið“, eins og hann kallaði
það, yrði meðal samstarfsríkja sem boðið yrði á stofnráðstefnu sam-
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 55
91 Alþingistíðindi 1944 B, d. 2023–2029.
92 Jón Ólafsson, Kæru félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin (Reykjavík 1999),
bls. 129–131, 138–145. — Sjá þrjár greinar í Þjóðviljanum: „Austur eða vestur“,
„Á utanríkispólitík vor að miðast við frelsi og hagsmuni íslensku þjóðarinn-
ar?“, „Ný viðhorf“, Þjóðviljinn 28. febr., 9. maí 1943, 7. mars 1945, bls. 3, 3, 4.
— „Samvinna við andstæðinga“ (f), Morgunblaðið 11. mars 1945, bls 6. —
Kristinn E. Andrésson, „Minnisblöð um leynifundi þingmanna um herstöðv-
armálið 1945“, Tímarit Máls og menningar 37:1 (1977), bls. 13.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 55