Saga - 2006, Side 56
takanna í San Francisco í apríl með því skilyrði að þau lýstu yfir
stríði á hendur Öxulveldunum fyrir 1. mars. Þetta var málamiðlun
við Jósef Stalín, sem hafði viljað takmarka stofnríkin við aðildarríki
hernaðarbandalagsins gegn Þýskalandi. Churchill tók eindregið
undir tillögu Roosevelts og lagði mat sitt á hlutleysi Íslands og hlut-
verk landsins í ófriðnum. Churchill sagði
að Ísland hefði innt af hendi mikilsverða þjónustu á sínum
tíma, þegar Bandaríkin hefðu ekki verið komin í stríð og leyft
breskum og bandarískum hermönnum inngöngu og brotið
með því hlutleysi sitt á augljósan hátt og tryggt á sama tíma
lífsnauðsynlega samgönguleið til Bretlandseyja.93
Skömmu síðar tilkynnti sendiherra Breta á Íslandi Ólafi Thors,
forsætis- og utanríkisráðherra, að Íslandi stæði til boða að sækja
ráðstefnuna í San Francisco með skilyrði um stríðsyfirlýsingu.
Þetta skilyrði setti nýsköpunarstjórnina í ærinn vanda. Hún hafði
gert aðild að heimssamtökunum að höfuðatriði í utanríkisstefnu
sinni, og fram að þessu hafði Íslendingum lánast að taka þátt í
starfi Sameinuðu þjóðanna án þess að kasta hlutleysinu að fullu.
Uggur um að Ísland gæti orðið að rekaldi á friðarfundi, þar sem
stórveldin deildu og drottnuðu, hafði ýtt hér á eftir stofnun lýð-
veldis 1944.94 Nú óttuðust ráðherrar og þingmenn að innganga í
nýju heimssamtökin gæti dregist á langinn, ef Ísland synjaði boði
um stofnaðild vegna skilyrða stórveldanna. Þá gæti það gerst,
sem menn höfðu reynt að forðast í lengstu lög, að landið einangr-
aðist. Ráðamenn töldu sérstaklega varhugavert að Íslendingar
yrðu utangarðs þegar öryggismálum heimsins yrði ráðið til lykta
og sigurvegarar í styrjöldinni efndu til friðarráðstefnu. Nýskipan
öryggismála snerti framtíð herstöðva á Íslandi, einkum flugvall-
anna miklu í Reykjavík og Keflavík, og á friðarfundum höfðu
stórveldin löngum ráðskast með lönd og þjóðir. Þá óttuðust menn
að Íslendingar gætu glatað gullnu tækifæri til að fá hámarkshlut-
deild í nýju viðskipta- og fjárhagskerfi heimsins. Ísland gæti veikt
stöðu sína sem fullveðja ríki einmitt þegar verst léti. Eftir á að
hyggja er ljóst, að menn ýktu mjög fyrir sér ókosti þess að sækja
ekki stofnráðstefnuna í San Francisco, en gæta verður að þeirri
Þ Ó R W H I T E H E A D56
93 FRUS, The Conferences at Malta and Yalta, 1945 (Washington D.C. 1955), bls.
773.
94 Bjarni Benediktsson, Land og lýðveldi I, bls. 73–74. — Guðmundur Benedikts-
son, „Sókn eða flótti“, Morgunblaðið 13. ágúst 1943.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 56