Saga - 2006, Qupperneq 58
ur síðasta breska herskipinu sem sökkt var í ófriðnum út af Garð-
skaga og stórlaskaði olíuskip á Faxaflóa.98
Bretar voru viðbúnir því að Íslendingar neituðu að lýsa yfir
stríði á hendur Þjóðverjum, en þeir voru furðu lostnir þegar ný-
sköpunarstjórnin vísaði m.a. til sambandslaganna frá 1918 og sagð-
ist bundin af „ævarandi hlutleysi“. Lögfræðiráðunautur breska
utanríkisráðuneytisins taldi í fljótu bragði að yfirlýsingin, sem hefði
aldrei skuldbundið aðrar þjóðir en Íslendinga og Dani, gæti ekki
talist í gildi frá lagasjónarmiði, þar sem sambandslögin hefðu verið
felld niður við stofnun lýðveldis 1944.99 Pétur J. Thorsteinsson,
sendiherra og lögfræðingur, ályktaði á sama veg í sögu íslensku ut-
anríkisþjónustunnar tæpri hálfri öld síðar.100 Engin efni eru til að
vefengja þá ályktun, svo langt sem hún nær. Þegar litið er á laga-
hliðina verður hins vegar að minna á það, að Alþingi rifti aldrei
staðfestingu Íslands á hlutleysisyfirlýsingu Norðurlandanna fimm
1938–1939. Eftir að fjögur þessara landa höfðu sætt innrás stór-
velda, var yfirlýsingin að vísu orðin lítið annað en minnisvarði um
vanmat á vonsku heimsins og utanríkisstefnu sem beðið hafði full-
kominn hnekki fyrir árásargjörnum einræðisherrum. En lagabók-
stafurinn stóð áfram gleymdur og innantómur, því að stjórnvöld
brutu lögbundnar hlutleysisreglur á degi hverjum, eins og þau
höfðu gert nauðug viljug frá upphafi stríðsins.
Þegar Bandamannastórveldin harðneituðu að falla frá skilyrð-
um sínum fyrir þátttöku í San Francisco-ráðstefnunni, leitaði Thor
Thors sem fyrr eftir málamiðlun í Washington. Taldi hann sig fá vil-
yrði Bandaríkjastjórnar um að Íslendingum nægði að lýsa yfir því,
að stríðsástand hefði í raun ríkt á milli Íslands og Þýskalands frá 11.
desember 1941, þ.e. frá þeim degi þegar Hitler lýsti yfir stríði á
hendur Bandaríkjamönnum. En allt fór á sömu leið og í árslok 1941
þegar Thor beitti sér fyrir því að Íslendingar kæmu til móts við
kröfur Bandamanna um inngöngu í hernaðarbandalagið Samein-
uðu þjóðirnar: Einungis Sósíalistaflokkurinn reyndist fús að óska
eftir því við Bandamenn að þátttaka Íslendinga í styrjaldarekstrin-
um „verði þeim metin til jafns við beinar stríðsyfirlýsingar annarra
Þ Ó R W H I T E H E A D58
98 Friðþór Eydal, Vígdrekar og vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrust-
unni um Atlantshafið (Reykjavík 1997), bls. 260–261.
99 FO 371/47489/N 2145/2145/27. Patrick Dean, athugasemdir (minutes), 6.
mars 1945. Sjá einnig: Athugasemdir M. L. Clarkes, 5. mars 1945. 50678.
Eden til Shepherds, 1. mars 1945, 27. skeyti.
100 Pétur J. Thorsteinsson, Utanríkisþjónusta Íslands I, bls. 85, 216.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 58